Davíð Arnar hefur lengi verið duglegur í myndbandagerð og sá hann til að mynda um þættina Illa Farnir á Vísi sem og Sumarlífið á síðasta ári. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Davíð er mjög öflugur á samfélagsmiðlunum og má fylgjast með honum þar. Hann er kominn með Facebook síðu þar sem hann setur allt sitt efni inn. Svo er hann gríðarlega virkur á Snapchat og er einn af stærri snöppurum landsins.
„Á Snapchat verða hlutirnir að vera aðeins persónulegri til að fólk tengi við,“ segir Davíð en þar deilir hann með fylgjendum sínum sögum og myndbrotum af ferðalögum og framleiðslu.
Snapchat: davidoddgeirs
Instagram: @davidoddgeirs
facebook: facebook.com/davidoddgeirs