Ítalinn Alex Schwazer, sem vann 50 km gönguna á ÓL í Peking, mun ekki fá að taka þátt á ÓL í Ríó.
Það er nefnilega búið að setja Schwazer í átta ára keppnisbann og ferli hans líklega lokið.
Ferill Schwazer er ákaflega vafasamur. Hann fékk ekki að taka þátt á ÓL í London 2012 þar sem hann féll á lyfjaprófi. Þá fékk hann 45 mánaða bann.
Hann vann svo heimsmeistaratitilinn í 50 km göngu í maí. Eftir mótið kom í ljós að hann hefði fallið á lyfjaprófi sem tekið var í janúar.
Schwazer gerði allt til þess að komast til Ríó og skaut máli sínu til íþróttadómstólsins. Sá dómstóll hafði enga samúð með Schwazer og setti þennan 31 árs gamla göngugarp í átta ára keppnisbann.
