Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi varðandi það hvort hann vissi af fíkniefnum í bílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 11:48 Angelo Uyleman átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í fallega ferð til Íslands. Vísir/Ernir Angelo Uyleman, 29 ára gamall hollenskur ríkisborgari sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni hingað til lands með Norrænu í september í fyrra átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands” eins og hann orðaði það fyrir dómi í dag. Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi frá því sem hann sagði hjá lögreglu á sínum tíma þar sem hann kvaðst hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum sem hann fór með hingað til lands. Í dag sagðist hann ekki hafa vitað af efnunum.Tvisvar til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, vegna fíkniefnainnflutningsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Angelo var fyrstur sakborninga til að bera vitni og kvaðst hann hafa verið beðinn um að fara í ferðina af hollenskum manni sem hann nafngreindi fyrir dómi í dag. „Það var talað um skemmtilega ferð sem ég átti að fara í til Íslands og ég átti að fá pening fyrir það en ég vissi ekki hvað var í bílnum,” sagði Angelo í dag en hann bar vitni á hollensku með aðstoð túlks. Angelo kom í tvígang hingað til lands í september 2015. Hann kom hingað á bíl með Norrænu en fíkniefnin voru falin í þremur pökkum í bílnum. Angelo kom til Seyðisfjarðar ásamt hollenskri konu þann 22. september. Þau keyrðu þaðan til Hafnar í Hornafirði og héldu svo áfram daginn eftir frá Höfn til höfuðborgarsvæðisins. Daginn eftir keyrðu þau síðan til Keflavíkur, skildu bílinn eftir á skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og héldu af landi brott.Grunaði ekki að neitt væri „í ólagi“ Angelo kom svo aftur hingað til lands mánudaginn 28. ásamt hinum hollenska manninum sem ákærður er í málinu. Þeir keyrðu að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem þeir voru handteknir af lögreglu. Fíkniefnin í pökkunum þremur fundust síðar við leit í bílnm. Angelo kvaðst fyrir dómi í dag hafa vitað af þremur pökkum í bílnum en hann sagðist ekki hafa vitað hvað væri í þeim. Hann hafi ekki grunað að neitt væri „í ólagi“ þegar hann fór til Íslands eins og hann orðaði það. Hann sagði að fyrst hefði verið talað um pakkana í bílnum tveimur til þremur vikum áður en hann fór í ferðina. Angelo hafi fengið bíl til umráða; hann vissi ekki hver átti bílinn en hann hafi verið skráður á hann fyrir ferðina. Þegar hingað var komið sagðist Angelo hafa fengið leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara í gegnum síma frá manninum sem bað hann um að fara í ferðina. Þá hafi sá maður einnig látið hann hafa skriflegar leiðbeiningar um hvað Angelo ætti að gera og fundust þær í bílnum við leit lögreglu. Var að deyja úr stressi Við lok skýrslutökunnar fyrir dómi í dag bar saksóknari í málinu skýrslu sem tekin var af Angelo hjá lögreglu undir hann. Hjá lögreglu kvaðst Angelo hafa vitað að það væru fíkniefni í bílnum; um það hafði verið rætt úti í Hollandi áður en hann fór til Íslands, en fyrir dómi í dag sagðist Angelo ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum. Saksóknari spurði hann hvers vegna framburður hans fyrir dómi í dag væri að öllu leyti í samræmi við framburð hans hjá lögreglu fyrir utan þetta atriði. Angelo sagðist ekki muna eftir þessum framburði sínum hjá lögreglu en þegar saksóknari spurði hann nánar út í málið sagði hann: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn minn var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.” Tengdar fréttir Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. 28. desember 2015 14:24 Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Sjá meira
Angelo Uyleman, 29 ára gamall hollenskur ríkisborgari sem ákærður er fyrir að hafa flutt rúmlega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni hingað til lands með Norrænu í september í fyrra átti að fá sjö þúsund evrur fyrir að fara í „fallega ferð til Íslands” eins og hann orðaði það fyrir dómi í dag. Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi frá því sem hann sagði hjá lögreglu á sínum tíma þar sem hann kvaðst hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum sem hann fór með hingað til lands. Í dag sagðist hann ekki hafa vitað af efnunum.Tvisvar til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum, Hollendingi og tveimur Íslendingum, vegna fíkniefnainnflutningsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Angelo var fyrstur sakborninga til að bera vitni og kvaðst hann hafa verið beðinn um að fara í ferðina af hollenskum manni sem hann nafngreindi fyrir dómi í dag. „Það var talað um skemmtilega ferð sem ég átti að fara í til Íslands og ég átti að fá pening fyrir það en ég vissi ekki hvað var í bílnum,” sagði Angelo í dag en hann bar vitni á hollensku með aðstoð túlks. Angelo kom í tvígang hingað til lands í september 2015. Hann kom hingað á bíl með Norrænu en fíkniefnin voru falin í þremur pökkum í bílnum. Angelo kom til Seyðisfjarðar ásamt hollenskri konu þann 22. september. Þau keyrðu þaðan til Hafnar í Hornafirði og héldu svo áfram daginn eftir frá Höfn til höfuðborgarsvæðisins. Daginn eftir keyrðu þau síðan til Keflavíkur, skildu bílinn eftir á skammtímastæði við Keflavíkurflugvöll og héldu af landi brott.Grunaði ekki að neitt væri „í ólagi“ Angelo kom svo aftur hingað til lands mánudaginn 28. ásamt hinum hollenska manninum sem ákærður er í málinu. Þeir keyrðu að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem þeir voru handteknir af lögreglu. Fíkniefnin í pökkunum þremur fundust síðar við leit í bílnm. Angelo kvaðst fyrir dómi í dag hafa vitað af þremur pökkum í bílnum en hann sagðist ekki hafa vitað hvað væri í þeim. Hann hafi ekki grunað að neitt væri „í ólagi“ þegar hann fór til Íslands eins og hann orðaði það. Hann sagði að fyrst hefði verið talað um pakkana í bílnum tveimur til þremur vikum áður en hann fór í ferðina. Angelo hafi fengið bíl til umráða; hann vissi ekki hver átti bílinn en hann hafi verið skráður á hann fyrir ferðina. Þegar hingað var komið sagðist Angelo hafa fengið leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara í gegnum síma frá manninum sem bað hann um að fara í ferðina. Þá hafi sá maður einnig látið hann hafa skriflegar leiðbeiningar um hvað Angelo ætti að gera og fundust þær í bílnum við leit lögreglu. Var að deyja úr stressi Við lok skýrslutökunnar fyrir dómi í dag bar saksóknari í málinu skýrslu sem tekin var af Angelo hjá lögreglu undir hann. Hjá lögreglu kvaðst Angelo hafa vitað að það væru fíkniefni í bílnum; um það hafði verið rætt úti í Hollandi áður en hann fór til Íslands, en fyrir dómi í dag sagðist Angelo ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bílnum. Saksóknari spurði hann hvers vegna framburður hans fyrir dómi í dag væri að öllu leyti í samræmi við framburð hans hjá lögreglu fyrir utan þetta atriði. Angelo sagðist ekki muna eftir þessum framburði sínum hjá lögreglu en þegar saksóknari spurði hann nánar út í málið sagði hann: „Ég hef sagt þetta vegna þess að ég var að deyja úr stressi og hausinn minn var í rugli en núna er ég miklu rólegri og veit betur hvað var að gerast.”
Tengdar fréttir Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. 28. desember 2015 14:24 Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00 Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurivision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Sjá meira
Systir Hreiðars Más um Angelo: „Einstaklega hlýr og góður drengur“ Angelo Uijleman, Hollendingur sem nú sætir farbanni vegna aðildar að umfangsmiklu fíkniefnasmygli, borðaði heima hjá Þórdísi Sigurðardóttur, systur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, á jóladag. 28. desember 2015 14:24
Angelo er á hrakhólum og þvælist milli náttstaða Hollendingurinn, Angelo Uijleman, sem er í farbanni, dvelur nú hjá kunningja. Hann dvaldi á gistiheimili en var sendur burt. Honum hefur ekki verið útvegað nýtt húsnæði. Angelo er greindarskertur og er ákærður fyrir fíkniefnasmygl. 13. júlí 2016 06:00
Angelo verkjar í fótinn og langar að fara heim Angelo Uijleman er í farbanni og fær fjórtán þúsund krónur í vasapening á viku. 9. júní 2016 08:00