Anton Sveinn: Munum bera þetta saman og kíkja á allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2016 08:00 Anton Sveinn eftir sundið í keppnislauginni í Ríó í gær. vísir/anton Anton Sveinn McKee náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri íslensku sundstelpnanna og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Anton Sveinn komst í úrslit í bæði 100 og 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í maí en hann komst ekki í gegnum undanrásirnar í þessum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er sterkasti íþróttaviðburður í heimi og það var draumurinn að komast áfram. Það gerist kannski næst,“ sagði Anton Sveinn sem hefur greinilega þegar sett stefnuna á ÓL í Tókýó 2020. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi,“ sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum,“ sagði Anton. Fyrir ári var hann í úrslitasundinu í 200 metra bringusundinu á HM í Kazan og synti meira en sekúndu hraðar í sinni bestu grein. Hvað breyttist? „Ég á að vera í betra formi núna en á HM en við æfðum þetta allt öðruvísi fyrir HM. Þá voru töluvert erfiðari æfingar og ekki tekin eins mikil hvíld. Það er spurning hvort sé betra og það er eitthvað sem við verðum að fara yfir. Við munum bera þetta saman og kíkja á allt,“ sagði Anton Sveinn í gær. Hann varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi og í 35. sæti í 100 metra bringusundi. Hann er ekki á því að áreitið af því að vera á Ólympíuleikunum og við þessar sérstöku aðstæður hafi verið orkuþjófur fyrir hann. „Ég fór á leikana 2012 og vissi hvað ég var að fara út í. Mér líður vel í þessu Ólympíuumhverfi og ég held að það hafi ekki haft slæm áhrif. Þetta small bara ekki í dag,“ sagði Anton eftir sundið í gær. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira
Anton Sveinn McKee náði ekki að fylgja eftir frábærum árangri íslensku sundstelpnanna og hefur nú lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var aðeins tveimur sætum og fjórtán sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó í gær. Anton Sveinn komst í úrslit í bæði 100 og 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í London í maí en hann komst ekki í gegnum undanrásirnar í þessum greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. „Þetta er sterkasti íþróttaviðburður í heimi og það var draumurinn að komast áfram. Það gerist kannski næst,“ sagði Anton Sveinn sem hefur greinilega þegar sett stefnuna á ÓL í Tókýó 2020. „Vissulega ætlaði ég mér meira en svona er þetta. Þetta fer í reynslubankann og þetta var ekki slæmt sund. Ólíkt hundrað metra sundinu þá náði ég að útfæra þetta sund eins og ég vildi,“ sagði Anton. „Ég komst inn í mína taktík og leit töluvert betur út í þessu sundi. Það hefur kannski vantað eitthvað upp á en það er eitthvað sem ég fer yfir með þjálfurunum,“ sagði Anton. Fyrir ári var hann í úrslitasundinu í 200 metra bringusundinu á HM í Kazan og synti meira en sekúndu hraðar í sinni bestu grein. Hvað breyttist? „Ég á að vera í betra formi núna en á HM en við æfðum þetta allt öðruvísi fyrir HM. Þá voru töluvert erfiðari æfingar og ekki tekin eins mikil hvíld. Það er spurning hvort sé betra og það er eitthvað sem við verðum að fara yfir. Við munum bera þetta saman og kíkja á allt,“ sagði Anton Sveinn í gær. Hann varð í 18. sæti í 200 metra bringusundi og í 35. sæti í 100 metra bringusundi. Hann er ekki á því að áreitið af því að vera á Ólympíuleikunum og við þessar sérstöku aðstæður hafi verið orkuþjófur fyrir hann. „Ég fór á leikana 2012 og vissi hvað ég var að fara út í. Mér líður vel í þessu Ólympíuumhverfi og ég held að það hafi ekki haft slæm áhrif. Þetta small bara ekki í dag,“ sagði Anton eftir sundið í gær.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Sjá meira