Stolið – skilað Magnús Guðmundsson skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Það er samþykkt í íslensku samfélagi að það sé glæpur að stela. Að það sé ekki ásættanlegt að taka eigur eða fjármuni annarra og stinga í eigin vasa. Það er líka sýn Íslendinga á samfélag sitt að þeim sem stela beri að refsa með viðeigandi hætti, samfélaginu til varnaðar og brotamanninum til betrunar. Þannig er til að mynda hæpið að samfélagið sætti sig við að einhver tæki upp á því að taka flottan og fínan bíl ófrjálsri hendi, nota sem einkabíl, en skila honum svo eftir að upp kæmist. Bíllinn er verðmætur og kostar sitt. Allt kostar vinnu. Grunnurinn að því sem við eignumst og nýtum okkur og fjölskyldu okkar til framfærslu er vinnuframlag okkar, óháð eðli þess starfs sem við höfum valið okkur eða staðið hefur til boða. Það er jafnframt samþykkt í íslensku samfélagi að við eigum lagalegan rétt á ákveðnum lágmarkslaunum sem eiga að duga til mannsæmandi framfærslu. Upphæðin sem lágmarksframfærsla þarf að vera er umdeilanleg, en þörfin fyrir að samfélagið komi sér saman um slíkt viðmið er það ekki. Markmiðið er að vernda launþega í lægsta þrepinu og um leið koma á eðlilegu samkeppnisumhverfi. Þetta er hlutverk og hagur stjórnvalda, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Í Fréttablaðinu í dag greinir Kristjana Guðbrandsdóttir, sem leitt hefur umfjöllun um málefnið, frá enn einum launasvikunum á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum, sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur, tæpar sex hundruð krónur í tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir Sandfell ehf. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Hreiðar segist hafa verið grunlaus um launasvik viðkomandi undirverktaka sem séu auðvitað með öllu óásættanleg, en segir þó að það séu engin illindi í málinu enda hafi Sandfell ekki þekkt viðkomandi áður nema að góðu. Ekkert af þessu kemur á óvart. Því miður eru launasvik af þessu tagi greinilega að nálgast það að vera daglegt brauð á íslenskum vinnumarkaði. Eða að minnsta kosti svo tíð að verkalýðsfélög og Vinnumálastofnun hafa vart undan. En það sem kemur sárgrætilega á óvart er að meirihluti mála sé leystur með leiðréttingu launa og aðeins örfá brot rati inn á borð lögreglu. Það er greinilega enn sem fyrr ekki sama Jón og séra Jón á Íslandi. Kannski liggur rót vandans í því að þarna er enginn íslenskur Jón sem er verið að ræna heldur erlendir verkamenn. Einstaklingar sem njóta takmarkaðrar verndar verkalýðsfélaga, tala enga íslensku og oft litla sem enga ensku og þannig mætti telja fleiri þætti sem gera launasvikurum hægara um vik en verndina snúna. Í því hlýtur að felast að það sé enn mikilvægara fyrir okkur en ella sem samfélag að sækja viðkomandi brotamenn til saka. Með því aukum við fælingarmáttinn, drögum úr almennu tjóni samfélagsins sem er einnig svikið um sinn hluta og síðast en ekki síst bætum við vernd þolenda. Það eitt er víst að við verðum að stöðva þetta „stolið – skilað“ á íslenskum vinnumarkaði og það strax.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er samþykkt í íslensku samfélagi að það sé glæpur að stela. Að það sé ekki ásættanlegt að taka eigur eða fjármuni annarra og stinga í eigin vasa. Það er líka sýn Íslendinga á samfélag sitt að þeim sem stela beri að refsa með viðeigandi hætti, samfélaginu til varnaðar og brotamanninum til betrunar. Þannig er til að mynda hæpið að samfélagið sætti sig við að einhver tæki upp á því að taka flottan og fínan bíl ófrjálsri hendi, nota sem einkabíl, en skila honum svo eftir að upp kæmist. Bíllinn er verðmætur og kostar sitt. Allt kostar vinnu. Grunnurinn að því sem við eignumst og nýtum okkur og fjölskyldu okkar til framfærslu er vinnuframlag okkar, óháð eðli þess starfs sem við höfum valið okkur eða staðið hefur til boða. Það er jafnframt samþykkt í íslensku samfélagi að við eigum lagalegan rétt á ákveðnum lágmarkslaunum sem eiga að duga til mannsæmandi framfærslu. Upphæðin sem lágmarksframfærsla þarf að vera er umdeilanleg, en þörfin fyrir að samfélagið komi sér saman um slíkt viðmið er það ekki. Markmiðið er að vernda launþega í lægsta þrepinu og um leið koma á eðlilegu samkeppnisumhverfi. Þetta er hlutverk og hagur stjórnvalda, atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Í Fréttablaðinu í dag greinir Kristjana Guðbrandsdóttir, sem leitt hefur umfjöllun um málefnið, frá enn einum launasvikunum á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum, sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur, tæpar sex hundruð krónur í tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir Sandfell ehf. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Hreiðar segist hafa verið grunlaus um launasvik viðkomandi undirverktaka sem séu auðvitað með öllu óásættanleg, en segir þó að það séu engin illindi í málinu enda hafi Sandfell ekki þekkt viðkomandi áður nema að góðu. Ekkert af þessu kemur á óvart. Því miður eru launasvik af þessu tagi greinilega að nálgast það að vera daglegt brauð á íslenskum vinnumarkaði. Eða að minnsta kosti svo tíð að verkalýðsfélög og Vinnumálastofnun hafa vart undan. En það sem kemur sárgrætilega á óvart er að meirihluti mála sé leystur með leiðréttingu launa og aðeins örfá brot rati inn á borð lögreglu. Það er greinilega enn sem fyrr ekki sama Jón og séra Jón á Íslandi. Kannski liggur rót vandans í því að þarna er enginn íslenskur Jón sem er verið að ræna heldur erlendir verkamenn. Einstaklingar sem njóta takmarkaðrar verndar verkalýðsfélaga, tala enga íslensku og oft litla sem enga ensku og þannig mætti telja fleiri þætti sem gera launasvikurum hægara um vik en verndina snúna. Í því hlýtur að felast að það sé enn mikilvægara fyrir okkur en ella sem samfélag að sækja viðkomandi brotamenn til saka. Með því aukum við fælingarmáttinn, drögum úr almennu tjóni samfélagsins sem er einnig svikið um sinn hluta og síðast en ekki síst bætum við vernd þolenda. Það eitt er víst að við verðum að stöðva þetta „stolið – skilað“ á íslenskum vinnumarkaði og það strax.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. ágúst.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun