Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var sáttur með sigurinn sem hans menn sóttu til Ólafsvíkur í kvöld.
„Þetta var erfiður leikur og mér fannst Víkingar öflugir. Við lentum á köflum í vandræðum með [Hrvoje] Tokic og Þorstein Má [Ragnarsson] og þeir sköpuðu okkur vandræði,“ sagði Heimir eftir leik.
„En á endanum leystum við það og mér fannst við á köflum spila fínan fótbolta. Það er frábært að koma hérna. Gríðarlega flott umgjörð og völlurinn góður.“
Bæði mörk FH-inga komu eftir hornspyrnur Jonathans Hendrickx. Athygli vakti að Hafnfirðingar fjölmenntu inn í markteiginn sem gerði Cristian Martínez Liberato, markverði Víkings, erfitt fyrir.
„Við vildum þrýsta þessu inn á markið eftir að hafa skoðað hvernig þeir dekka í hornspyrnum. Þetta gekk fínt,“ sagði Heimir sem er að vonum sáttur með framlag Hendrickx en hornspyrnur hans hafa skilað fimm mörkum í síðustu þremur leikjum FH.
„Hann hefur tekið flottar hornspyrnur upp á síðkastið og menn hafa ráðist vel á þessa bolta.“
FH-ingar eru í kjörstöðu til að vinna áttunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, með sjö stiga forskot þegar fimm umferðir eru eftir.
„Fyrir mér er þetta þannig að á meðan önnur lið eiga möguleika verðum við að halda áfram. Nú kemur tveggja vikna landsleikjahlé og næst er erfiður leikur gegn Breiðabliki,“ sagði Heimir að lokum.
Heimir: Höldum áfram meðan önnur lið eiga möguleika
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn


