Kevin Mangussen á Renault lenti í harkelegum árekstri við varnarvegg í belgíska kappakstrinum. Magnussen var á um 300 km/klst. Hann stóð sjálfur upp úr bílnum eftir að yfir lauk.
Magnussen missti bílinn upp að aftan þegar hann var að koma upp yfir toppinn á hinni frægu Eau Rouge beygju.
Magnussen haltraði þegar hann steig upp úr bílnum. Hann var strax fluttur á sjúkrahús til athugunar. Lítill skurður var á vinstri ökkla ökumannsins.
Keppnin var stöðvuð á meðan varnarveggurinn sem Magnussen lenti á var lagaður.
