Rosberg og Verstappen fljótastir á föstudagsæfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Nico Rosberg á ferð um Spa brautina í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton fær 30 sæta refsingu eftir að hafa tekið í notkun tvær nýjar vélar fyrir kappaksturinn. Mercedes liðið ákvað að taka tvöfaldan skell í einu í stað þess að taka út refsingu í tveimur eða fleiri keppnum. Sjá einnig:Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni. Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari og fjórði varð Sergio Perez á Force India. Esteban Ocon tókst vel til í frumraun sinni á Manor bílnum. Hann varð 16. og rúmlega sekúndu á undan hinum mikilsmetna liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein.Max Verstappen á Spa brautinni. Hann vonar að Red Bull geti strítt Mercedes á sunnudag.Vísir/GettyVerstappen var fljótastur á seinni æfingunni á Red Bull bílnum. Mercedes einbeitti sér að því að stilla sig inn á keppnishraða í stað þess að einblína á tímatökuna. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar en Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji. Force India líkar greinilega vel við sig á Spa brautinni. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Vettel var einkar pirraður á æfingunni og var mikið að kvarta yfir því að aðrir bílar, hægfara að hans mati væru að þvælast fyrir honum. Hann var þó að gera ansi mikið úr því að mati blaðamanns. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppninni er svo klukkan 11:30 á sunnudag. Einnig á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll úrslit belgísku keppnishelgarinnar. Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Hættur að njóta mín í Formúlu 1 Daniil Kvyat viðurkennir að hann hafi hætt að njóta sín í Formúlu 1 eftir stöðulækkun til Toro Rosso. Hann telur að óánægja sín hafi áhrif á frammistöðu sína. 18. ágúst 2016 21:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir belgíska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð fljótastur á seinni æfingu dagisins. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton fær 30 sæta refsingu eftir að hafa tekið í notkun tvær nýjar vélar fyrir kappaksturinn. Mercedes liðið ákvað að taka tvöfaldan skell í einu í stað þess að taka út refsingu í tveimur eða fleiri keppnum. Sjá einnig:Hamilton færður aftur um 30 sæti á ráslínu. Rosberg var fljótastur á fyrri æfingunni. Hamilton varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari og fjórði varð Sergio Perez á Force India. Esteban Ocon tókst vel til í frumraun sinni á Manor bílnum. Hann varð 16. og rúmlega sekúndu á undan hinum mikilsmetna liðsfélaga sínum Pascal Wehrlein.Max Verstappen á Spa brautinni. Hann vonar að Red Bull geti strítt Mercedes á sunnudag.Vísir/GettyVerstappen var fljótastur á seinni æfingunni á Red Bull bílnum. Mercedes einbeitti sér að því að stilla sig inn á keppnishraða í stað þess að einblína á tímatökuna. Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar en Nico Hulkenberg á Force India varð þriðji. Force India líkar greinilega vel við sig á Spa brautinni. Sebastian Vettel á Ferrari varð fjórði. Vettel var einkar pirraður á æfingunni og var mikið að kvarta yfir því að aðrir bílar, hægfara að hans mati væru að þvælast fyrir honum. Hann var þó að gera ansi mikið úr því að mati blaðamanns. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppninni er svo klukkan 11:30 á sunnudag. Einnig á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll úrslit belgísku keppnishelgarinnar.
Formúla Tengdar fréttir Kvyat: Hættur að njóta mín í Formúlu 1 Daniil Kvyat viðurkennir að hann hafi hætt að njóta sín í Formúlu 1 eftir stöðulækkun til Toro Rosso. Hann telur að óánægja sín hafi áhrif á frammistöðu sína. 18. ágúst 2016 21:30 Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30 Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30 Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Kvyat: Hættur að njóta mín í Formúlu 1 Daniil Kvyat viðurkennir að hann hafi hætt að njóta sín í Formúlu 1 eftir stöðulækkun til Toro Rosso. Hann telur að óánægja sín hafi áhrif á frammistöðu sína. 18. ágúst 2016 21:30
Formúlu 1 bílar verða á teinum á næsta ári Með innkomu breiðari dekkja og breiðari fram- og afturvængja er Paul Hembrey, yfirmaður kappakstursdeildar Pirelli, sannfærður um að bílarnir verði eins og á lestateinum. 24. ágúst 2016 14:30
Hamilton færður aftur um 30 sæti í ræsingu Breytingar gerðar á vél heimsmeistarans eftir æfingar morgunsins í Belgíu. 26. ágúst 2016 17:30
Honda á tvær uppfærslur eftir á árinu Honda, japanski vélaframleiðandinn sem sér McLaren liðinu fyrir vélum í Formúlu 1 segist eiga eftir að uppfæra vélina tvisvar á árinu. Eftir það beinist athyglin að 2017. 23. ágúst 2016 20:00