29 milljón króna dekkjaþjófnaður Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 10:37 Ekki fögur sjón sem blasti við eiganda bílasölunnar. Margar fréttir hafa undanfarið borist af stórtækum dekkjaþjófum í Bandaríkjunum sem láta sér ekki nægja að stela dekkjum og felgum undan einum og einum bíl, heldur undan heilu bílaflotunum. Einn slíkur þjófnaður átti sér stað vestur í Texas þar sem öllu var stolið undan 48 bílum í einu. Gerðist þetta á bílasölu nýrra bíla og er tjónið metið á um 250.000 dollara, eða um 29 milljónir króna. Bílarnir voru geymdir bak við læst hlið sem þjófarnir brutust í gegnum og létu þeir síðan greiðar sópa. Þeir hljóta að hafa verið á stórum flutningabílum til þess að geta tekið með sér svo mikið magn af dekkjum. Öryggismyndavélar eru á bílasölunni en þjófarnir voru klókir og brutu öll ljós á svæðinu svo ógerningur er að greina hverjir voru þarna á ferð. Þjófarnir einbeittu sér að dýrustu dekkjunum og felgunum og stálu aðallega 20 til 22 tommu dekkjagöngum og mörgum þeirra undan Chevrolet Camaro sportbílum, eins og á myndinni sést. Ekki er langt síðan að samskonar dekkjaþjófnaður var gerður á nálægri bílasölu í Texas í sumar og ef til vill eru hér sömu menn að verki. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent
Margar fréttir hafa undanfarið borist af stórtækum dekkjaþjófum í Bandaríkjunum sem láta sér ekki nægja að stela dekkjum og felgum undan einum og einum bíl, heldur undan heilu bílaflotunum. Einn slíkur þjófnaður átti sér stað vestur í Texas þar sem öllu var stolið undan 48 bílum í einu. Gerðist þetta á bílasölu nýrra bíla og er tjónið metið á um 250.000 dollara, eða um 29 milljónir króna. Bílarnir voru geymdir bak við læst hlið sem þjófarnir brutust í gegnum og létu þeir síðan greiðar sópa. Þeir hljóta að hafa verið á stórum flutningabílum til þess að geta tekið með sér svo mikið magn af dekkjum. Öryggismyndavélar eru á bílasölunni en þjófarnir voru klókir og brutu öll ljós á svæðinu svo ógerningur er að greina hverjir voru þarna á ferð. Þjófarnir einbeittu sér að dýrustu dekkjunum og felgunum og stálu aðallega 20 til 22 tommu dekkjagöngum og mörgum þeirra undan Chevrolet Camaro sportbílum, eins og á myndinni sést. Ekki er langt síðan að samskonar dekkjaþjófnaður var gerður á nálægri bílasölu í Texas í sumar og ef til vill eru hér sömu menn að verki.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent