Hekla og IKEA sameinast um umhverfisvænni samgöngumáta Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2016 09:21 Rafmagnsbílar í hleðslu fyrir utan IKEA. Hekla hf. og IKEA hafa sameinast um að leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni samgöngumáta með því að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun IKEA í Garðabæ. „IKEA hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvernd í sem víðustum skilning þess orðs. Það er stefna fyrirtækisins að gera almenningi kleift að lifa umhverfisvænna lífi án þess að viðkomandi þurfi að finnast hann vera að fara á mis við einhver gæði. Þetta á við um að draga úr rafmagnsnotkun, vatnsnotkun, hjálpa fólki með flokkun og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. „Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna til og frá verslun IKEA er liður sem við teljum okkur geta haft áhrif á. Við erum þess fullviss að almenn rafbílavæðing er handan við hornið og hún muni marka vatnaskil í samgöngum okkar allra,“ segir Þórarinn. Með þessari uppsetningu geta viðskiptavinir hlaðið bíla sína verulega meðan á verslunarferð stendur og minnkað þannig útblástur. „Hleðslustöðvarnar 10 eru fyrir bæði rafmagns- og tengiltvinnbíla og passa fyrir Mitsubishi, Volkswagen og Audi bíla og við erum sannfærð um að viðskiptavinir IKEA og Heklu kunni að meta þessa þjónustu. HEKLA er leiðandi í sölu á rafmagns- og tengiltvinnbílum og uppsetning þessara stöðva er þáttur í þjónustu við þá sem velja umhverfsvæna samgöngumáta,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Fastlega má reikna með að hleðslustöðvum við IKEA fjölgi jafnt og þétt í takt við aukna eftirspurn viðskiptavina fyrirtækisins.Forstjórar HEKLU og IKEA fagna uppsetningu hleðslustöðvanna. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent
Hekla hf. og IKEA hafa sameinast um að leggja sitt af mörkum til umhverfisvænni samgöngumáta með því að setja upp 10 hleðslustöðvar fyrir rafmagns- og tengiltvinnbíla við verslun IKEA í Garðabæ. „IKEA hefur sett sér það markmið að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfisvernd í sem víðustum skilning þess orðs. Það er stefna fyrirtækisins að gera almenningi kleift að lifa umhverfisvænna lífi án þess að viðkomandi þurfi að finnast hann vera að fara á mis við einhver gæði. Þetta á við um að draga úr rafmagnsnotkun, vatnsnotkun, hjálpa fólki með flokkun og endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. „Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna til og frá verslun IKEA er liður sem við teljum okkur geta haft áhrif á. Við erum þess fullviss að almenn rafbílavæðing er handan við hornið og hún muni marka vatnaskil í samgöngum okkar allra,“ segir Þórarinn. Með þessari uppsetningu geta viðskiptavinir hlaðið bíla sína verulega meðan á verslunarferð stendur og minnkað þannig útblástur. „Hleðslustöðvarnar 10 eru fyrir bæði rafmagns- og tengiltvinnbíla og passa fyrir Mitsubishi, Volkswagen og Audi bíla og við erum sannfærð um að viðskiptavinir IKEA og Heklu kunni að meta þessa þjónustu. HEKLA er leiðandi í sölu á rafmagns- og tengiltvinnbílum og uppsetning þessara stöðva er þáttur í þjónustu við þá sem velja umhverfsvæna samgöngumáta,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Fastlega má reikna með að hleðslustöðvum við IKEA fjölgi jafnt og þétt í takt við aukna eftirspurn viðskiptavina fyrirtækisins.Forstjórar HEKLU og IKEA fagna uppsetningu hleðslustöðvanna.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent