Sænska liðið IFK Göteborg mun ekki taka þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þessu tímabili.
Þeir fóru með eins marks forskot til Baku í kvöld en fengu á baukinn gegn liði Qarabag.
Qarabag vann leikinn 3-0 rimmuna því 3-1 samanlagt.
Hjálmar Jónsson sat á bekknum hjá Göteborg allan tímann.
