Loks eftirlit með hlerun lögreglunnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur lagt til við Alþingi að tekið verði upp eftirlit með lögreglu þegar dómstólar veita heimild til þess að hlera eða taka upp fjarskipti einstaklings. Á það við um síma, tölvu eða önnur fjarskipti. Samkvæmt gildandi lögum er enginn sem fylgist með því hvernig lögreglan notar hlerunarheimildir. Það eru liðin rúm 17 ár síðan sérstök nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins undir forystu Bjargar Thorarensen skilaði af sér viðamikilli skýrslu um óhefðbundnar rannsóknaraðferðir lögreglu. Nefndin bendir á að hlerun sé alvarlegasta röskunin á friðhelgi einkalífsins og persónuvernd og lagði til að skipaður yrði lögmaður til þess að gæta hagsmuna þess sem lögreglan fær heimild til þess að fylgjast með. Það er nauðsynlegt að mati nefndarinnar til þess að tryggja að lögreglan fylgi lagafyrirmælum og þannig verði eflt réttaröryggi borganna. Vísað er til þess að þetta fyrirkomulag sé meðal annars í Danmörku, en íslensku lögin eru byggð á dönsku löggjöfinni. Eðlilega veit sá grunaði ekki af aðgerðum lögreglu en jafn eðlilegt er að einhver hafi eftirlit með lögreglunni og gæti þess að hún fylgi settum lögum og reglum. Þetta er aldagamalt vandamál og minna má á rómverska máltækið: hver gætir varðanna sem settir eru til þess að gæta öryggis borgaranna? Á árunum 2008-2012 samþykktu dómstólar 868 heimildir fyrir símhlerun og synjuðu aðeins 6 beiðnum. Steinbergur Finnbogason héraðsdómslögmaður skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið og benti á alvarlega vankanta á þessu fyrirkomulagi.Á kostnað almennings Ráðherrann hafnaði tillögu nefndarinnar þegar hann lagði fyrir Alþingi árið 2007 tillögur um endurskoðun á meðferð sakamála. Að þessu leyti var áfram óbreytt fyrirkomulag. Þá lagði ég fram frumvarp þar sem sett voru inn ákvæði um réttargæslumann í samræmi við ákvæði dönsku laganna. Þótt það fengi ágætar undirtektir hjá þeim þingmönnum sem til máls tóku þá réð meira andstaða „varðanna“ svo sem embætta Ríkislögreglustjóra og Ákærendafélags Íslands (Helgi Magnús Gunnarsson) og tillagan náði ekki fram að ganga. Hagsmunaaðilarnir vildu ekki una sömu starfsskilyrðum og starfsfélagar þeirra í Danmörku og Noregi búa við og fengu því framgengt að hér væri sérákvæði á kostnað réttinda borgaranna. Nú loksins á árinu 2016 er stuðningur við tillögur nefndarinnar frá 1999. Innanríkisráðherrann hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um það atriði. Ráðherrann vísar til gagnrýni frá lögmönnum um takmarkað eftirlit með símahlustunum og telur þörf á því að tryggja réttaröryggi þeirra sem sæta eftirliti lögreglu. Það er svo í höndum Alþingis að afgreiða lagabreytinguna fyrir komandi kosningar. Reynslan undanfarin 17 ár hefur væntanlega breytt afstöðu aðila sem 2007 voru andvígir tillögunni en eru núna samþykkir. Hins vegar lá það fyrir strax 1999 að það gengur ekki að láta aðila hafa eftirlit með sjálfum sér. Það þurfti ekki að bíða þennan tíma til þess að sannfærast um það. Niðurstaðan er að í fámennu þjóðfélagi ráða hagsmunaaðilar meiru um löggjöf en eðlilegt er og það er á kostnað almennings.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun