Flottur nýr Kia Rio sýndur í París Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 13:57 Aldrei hefur Kia Rio verið eins flottur og þessi nýja kynslóð bílsins sem sýndur verður almenningi á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Það fer vel á því að fjórða kynslóð Rio sé kynnt á sama ári og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rio í Brasilíu, en af hverju skildu Kia menn ekki hafa kynnt hann einmitt þar? Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018. Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.Núverandi útlit Rio. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Aldrei hefur Kia Rio verið eins flottur og þessi nýja kynslóð bílsins sem sýndur verður almenningi á bílasýningunni í París sem hefst í næsta mánuði. Það fer vel á því að fjórða kynslóð Rio sé kynnt á sama ári og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Rio í Brasilíu, en af hverju skildu Kia menn ekki hafa kynnt hann einmitt þar? Kia Rio er mest selda bílgerð Kia um allan heim og seldust 473.000 Rio bílar á síðasta ári. Þessi fjórða kynslóð Rio kemur á markað alveg í lok ársins og Kia ætlar svo að kynna kraftmikla GT-útgáfu Rio árið 2018. Með nýju kynslóð bílsins hefur framendinn lengst og húddið stækkað og C-bitinn að aftan er uppréttari. Bíllinn fær LED aðal- og afturljós og bilið milli öxla bílsins hefur lengst og aksturseiginleikar hans batnað fyrir vikið. Helstu samkeppnisbílar Rio í Evrópu eru Volkswagen Polo, Ford Fiesta, Renault Clio og Peugeot 208.Núverandi útlit Rio.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent