Grimmd frumsýnd í október: Tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2016 15:34 Umrætt plakat vakti athygli. Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Plakat um myndina vakti mikla athygli á dögunum en á því er lýst eftir tveimur ungum systrum sem hurfu. Með önnur hlutverk í Grimmd fara: Helgi Björnsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Salóme Gunnarsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason. Um er að ræða íslenska spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið. Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Jóhannes Schram (Sveinn Ólafur Gunnarsson) eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar. Fyrsta stiklan úr myndinni verður frumsýnd á Vísi á mánudaginn næstkomandi. „Ég get staðfest fyrir hönd Senu að eftirvæntingin fyrir Grimmd er mjög mikil af okkar hálfu,“ segir Konstantín Mikaelsson yfirmaður kvikmyndadeildar Senu sem framleiðir myndina. Stöð 2 hefur nú þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni þegar hún kemur úr kvikmyndahúsum. Konstantín segir að um sé að ræða frábæra Skandinavískan krimma. „Við erum að spá því að þetta gæti orðið ein af tveimur stærstu íslensku myndum ársins og í okkar plönum gerum við ráð fyrir að hún verði á topp 10 listanum okkar þegar árið er gert upp.“ Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Anton Sigurðsson sem gerði kvikmyndina Grafir & Bein með þeim Birni Hlyni og Nínu Dögg í aðalhlutverkum en myndin var frumsýnd árið 2014. „Við erum gífurlega stoltir af okkar nýjasta verki, Grimmd. Í febrúar síðastliðinn lögðum við af stað í þessa metnaðarfullu mynd með hóp af okkar allra bestu leikurum og frábæru starfsfólki. Myndin er nú kláruð og mikil tilhlökkunin fyrir sýningu hennar. Það er alltof langt síðan svona kvikmynd var gerð á Íslandi þó að við höfum séð það í þáttaformi,“ segir Haraldur Bender hjá Virgo Films en hann er framleiðandi myndarinnar. Aðspurður út í viðtökur myndarinnar, svarar Haraldur: „Það eru allir í skýjunum, við erum að ganga frá samning við stóran erlendan dreifingaaðila í þessum töluðu orðum sem og mögulegri sölu á endurgerð erlendis. Vonandi getum við greint frá því á komandi vikum.” Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Grimmd verður frumsýnd þann 21. október en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Margrét Vilhjálmsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Plakat um myndina vakti mikla athygli á dögunum en á því er lýst eftir tveimur ungum systrum sem hurfu. Með önnur hlutverk í Grimmd fara: Helgi Björnsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Salóme Gunnarsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pétur Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason. Um er að ræða íslenska spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið. Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir (Margrét Vilhjálmsdóttir) og Jóhannes Schram (Sveinn Ólafur Gunnarsson) eru kölluð til. Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar. Fyrsta stiklan úr myndinni verður frumsýnd á Vísi á mánudaginn næstkomandi. „Ég get staðfest fyrir hönd Senu að eftirvæntingin fyrir Grimmd er mjög mikil af okkar hálfu,“ segir Konstantín Mikaelsson yfirmaður kvikmyndadeildar Senu sem framleiðir myndina. Stöð 2 hefur nú þegar tryggt sér sýningarréttinn á myndinni þegar hún kemur úr kvikmyndahúsum. Konstantín segir að um sé að ræða frábæra Skandinavískan krimma. „Við erum að spá því að þetta gæti orðið ein af tveimur stærstu íslensku myndum ársins og í okkar plönum gerum við ráð fyrir að hún verði á topp 10 listanum okkar þegar árið er gert upp.“ Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Anton Sigurðsson sem gerði kvikmyndina Grafir & Bein með þeim Birni Hlyni og Nínu Dögg í aðalhlutverkum en myndin var frumsýnd árið 2014. „Við erum gífurlega stoltir af okkar nýjasta verki, Grimmd. Í febrúar síðastliðinn lögðum við af stað í þessa metnaðarfullu mynd með hóp af okkar allra bestu leikurum og frábæru starfsfólki. Myndin er nú kláruð og mikil tilhlökkunin fyrir sýningu hennar. Það er alltof langt síðan svona kvikmynd var gerð á Íslandi þó að við höfum séð það í þáttaformi,“ segir Haraldur Bender hjá Virgo Films en hann er framleiðandi myndarinnar. Aðspurður út í viðtökur myndarinnar, svarar Haraldur: „Það eru allir í skýjunum, við erum að ganga frá samning við stóran erlendan dreifingaaðila í þessum töluðu orðum sem og mögulegri sölu á endurgerð erlendis. Vonandi getum við greint frá því á komandi vikum.”
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira