Heilsuökuráð frá Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 23. ágúst 2016 13:55 Þegar kemur að því að halda sér vakandi í löngum akstri grípa margir til þess ráðs að hækka í músikinni, drekka mikið kaffi og borða slatta af bensínstöðvasnakki. Slík ráð segja þeir hjá Volkswagen að séu langt frá því bestu ráðin. Miklu betra sé að stíga útúr bílnum og gera nokkrar líkamsæfingar. Í myndskeiðinu hér að ofan sýnir Volkswagen hvernig megi að þessu standa og í hve langan tíma. Með því að gera svona æfingar kemst blóðið á hreyfingu, auk þess sem dregið er inn ferskt súrefni og í leiðinni stigið uppúr sæti bílsins og rétt úr sér. Víst er að þessi aðferð er mun heilsusamlegri en kaffiþamb og snakk- og nammiát og hver veit nema ökumenn hérlendis eigi eftir að taka eftir öðrum ökumönnum á þjóðvegi 1 gera einmitt þetta í stað þess að fjölmenna á vegasjoppurnar. Fullt eins gott og íslenskara væri þó að stoppa nálægt berjalingi þessa dagana og slá tvær flugur í einu höggi, fá sér ofurholl ber í svanginn, teygja úr sér og draga inn mikið súrefni í leiðinni. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Þegar kemur að því að halda sér vakandi í löngum akstri grípa margir til þess ráðs að hækka í músikinni, drekka mikið kaffi og borða slatta af bensínstöðvasnakki. Slík ráð segja þeir hjá Volkswagen að séu langt frá því bestu ráðin. Miklu betra sé að stíga útúr bílnum og gera nokkrar líkamsæfingar. Í myndskeiðinu hér að ofan sýnir Volkswagen hvernig megi að þessu standa og í hve langan tíma. Með því að gera svona æfingar kemst blóðið á hreyfingu, auk þess sem dregið er inn ferskt súrefni og í leiðinni stigið uppúr sæti bílsins og rétt úr sér. Víst er að þessi aðferð er mun heilsusamlegri en kaffiþamb og snakk- og nammiát og hver veit nema ökumenn hérlendis eigi eftir að taka eftir öðrum ökumönnum á þjóðvegi 1 gera einmitt þetta í stað þess að fjölmenna á vegasjoppurnar. Fullt eins gott og íslenskara væri þó að stoppa nálægt berjalingi þessa dagana og slá tvær flugur í einu höggi, fá sér ofurholl ber í svanginn, teygja úr sér og draga inn mikið súrefni í leiðinni.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent