Töluverðar skemmdir vegna Pokémon þjálfara í Lystigarðinum á Akureyri Gissur Sigurðsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 23. ágúst 2016 11:35 Hlið á garðinum var rifið upp og því fleygt á jörðina. Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina. Pokemon Go Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Pokémon-þjálfarar hafa ollið töluverðum skemmdum á Lystigarðinum á Akureyri. Guðrún Kristín Björgvinsdóttir, garðyrkjufræðingur og verkstjóri hjá lystigarðinum, segir að starfsmenn garðsins gangi að skemmdum beðum á hverjum morgni. Lystigarðinum er lokað klukkan 22 á kvöldin, en svo virðist sem æstir Pokémon þjálfarar láti ekki þar við liggja, og brjóti sér leið inn í garðinn eftir lokun. „Þegar það er búið að loka klukkan tíu á kvöldin þá streymir hérna liðið inn. Klifrar yfir grindverk og nær sér í stóla og hefur það gott hérna í garðinum. Skemmir stólana, brýtur þá og fleygir þeim upp í tré,“ segir Guðrún Kristín í samtali við fréttastofu. „Það er búið að stíga hérna í blómapotta til að komast yfir grindverkið, traðka og brjóta blóm, það er búið að skemma hérna gróður. Það er labbað í beðum og svo er rusl úti um allt og sígarettustubbar. Svo er hérna kaffihús og þeir eru búnir að skemma tugi stóla, þeir eru að leika sér að því. Þeir hafa fleygt þeim upp í tré og ég veit ekki hvað og hvað.“Um 20 stólar í eigu kaffihúss í garðinum hafa orðið fyrir skemmdum.Mynd/Guðrún Kristín BjörgvinsdóttirForstöðufólk garðsins hefur tvisvar sent beiðni áframleiðendur leiksins Pokémon Go um að svokölluð Pokéstop sem eru í garðinum, en án árangurs. „Það er dálítið síðan. Það eru kannski þrjár vikur síðan ég bað um að þetta yrði tekið út en það gerist ekki neitt,“ segir Guðrún Kristín. Alls eru þrjú Pokéstop staðsett um garðinn, auk þess sem eitt PokéGym er þar líka. Fjórða Pokéstop-ið er svo að finna rétt fyrir utan garðinn, á lóð Menntaskólans á Akureyri. Pokéstop og Pokégym gegna lykilhlutverki fyrir Pokémon þjálfara í leiknum. Við Pokéstop er hægt að finna hin ýmsu tól sem gagnast við leitina að skrímslunum og við PokéGym berjast hin þrjú lið sem eru í leiknum um yfirráð. Hlið á vesturenda garðsins hefur verið skemmt í látunum, auk þess sem miklar skemmdir eru á plaststólum sem tilheyra kaffihúsinu í garðinum. Guðrún Kristín segir að hliðinu hafi verið lyft upp og því síðan fleygt í jörðina.
Pokemon Go Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira