Margir bjuggust við spennandi bardaga á milli Anthony „Rumble“ Johnson og Glover Teixeira á UFC 202 um helgina. Sú varð ekki raunin.
Johnson tók sér nefnilega aðeins 13 sekúndur í að rota Teixeira og það gerði hann eðlilega með stæl.
Þetta var bardagi í léttþungavigt um tækifæri til þess að mæta heimsmeistaranum Daniel Cormier.
Það er nokkuð ljóst að Johnson mun fá tækifærið gegn Cormier eftir þessa frammistöðu.
Sjá má rothöggið hér að ofan.
