Honda áformar 11 gíra sjálfskiptingu Finnur Thorlacius skrifar 22. ágúst 2016 17:10 11 gíra sjálfskipting frá Honda. Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Í þeirri viðleitni að gera bíla eyðslugrennri eru í sjálfskiptingum þeirra sífellt fleiri gírar. Nú áformar Honda að framleiða 11 gíra sjálfskiptingu og hefur sótt um einkaleyfi á smíði hennar. Honda er reyndar ekki fyrsti bílaframleiðandinn sem áformar að útbúa bíla sína með 11 gíra sjálfskiptingu, en Ford hefur líka sótt um einkaleyfi á 11 gíra sjálfskiptingu. Núverandi Chevrolet Camaro er með 10 gíra sjálfskiptingu og 2017 árgerðin af Ford F-150 pallbílnum mun fá samskonar skiptingu. Ekki er vitað í hvaða bíl Honda 11 gíra sjálfskipting er ætluð og gæti það verið allt frá því að lækka enn meira eyðslu hins smáa Jazz og til þess að stórminnka eyðslu hins stóra jeppa Honda Pilot. Þegar sjálfskiptingar eru orðnar svona fjölgíra þarf að fjölga kúplingum og í nýrri 11 gíra sjálfskiptingu Honda er gert ráð fyrir þremur kúplingum.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent