Kynbundnar kröfur Una Hildardóttir skrifar 22. ágúst 2016 16:27 Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Mest lesið Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Við Ögmundur Jónasson erum oftar en ekki sammála enda bæði félagar í VG. Ég ætlast ekki til þess að allir í hreyfingunni hafi sömu skoðun. Þvert á móti. Ég verð samt að viðurkenna að ummæli Ögmundar í Vikulokunum á Rás 2 um að stjórnmálakonur nýti sér neikvætt umtal til eigin framdráttar fóru fyrir brjóstið á mér og mér þykir leitt að upplifun hans af konum í stjórnmálum hafi mótað slíkar skoðanir. Myndin hér til hliðar er framboðsmyndin mín frá árinu 2013. Mér var boðið sæti á lista, sama lista og Ögmundur leiddi. Ég hafði ekki boðið mig fram í forvali og ætlaði mér ekki að taka sæti á lista fyrir kosningarnar. Ekki vegna þess að ég hafði ekki áhuga heldur vegna þess að ég var hrædd. Ég óttaðist ekki að fá á mig málefnalega gagnrýni, taka þátt í rökræðum eða skrifa greinar. Ég var ekki hrædd við að fá erfiðar spurningar frá kjósendum eða taka þátt í pallborðsumræðum. Ég var hrædd við að líta ekki nógu vel út. Mér fannst ég of feit, með of dökkt hár og ekki nógu hvítar tennur. Ég var hrædd við að á kommentakerfum yrði ég kölluð stelpuskott, femínistatussa eða feit belja. Ég var hrædd við að einhver setti út á mig sem söluvöru en ekki málefnin sem ég talaði fyrir. Ég horfði upp á konur í stjórnmálum fá á sig ómálefnalega gagnrýni þar sem kyn þeirra var notað gegn þeim. Ég var tilbúin að taka þátt í stjórnmálum en ég var ekki tilbúin í orrustuna gegn þeim sem ala á fordómum gegn konum og nýta sér brenglaða sýn samfélagins á ímynd kvenna til að ráðast á þær konur sem reyna að brjóta glerþakið.Söluvara stjórnmálanna Ég gerði mér loksins grein fyrir því hversu rangur þessi hugsunarháttur væri, að ég ætti ekki að láta þennan ótta standa í vegi fyrir mér. Eftir að hafa hugsað mig vel um ákvað ég að taka sæti á lista og stuttu síðar var þessi mynd tekin. Þegar hún var birt sögðu félagar mínir mér að ég væri kynþokkafull á myndinni, væri með „svefnherbergisaugu“ og að svipurinn væri lokkandi og gæti skilað okkur nokkrum atkvæðum. Ég þakkaði þeim hrósið en þegar ég leit á myndina sá ég ekkert nema hræðsluna í augunum. Þegar hún var tekin vonaðist ég til þess að ég liti ekki út fyrir að vera of feit. Ég vildi ekki brosa of mikið því brosið er svo skakkt. Það sem mér þótti erfiðast við að taka mín fyrstu skref í pólitík var að mér leið eins og söluvöru en ekki eins og ungri hugsjónamanneskju. Óttinn var lengi til staðar. Það tók mig tíma að læra að nota gagnrýnina sem fylgir því að vera kona í stjórnmálum til að byggja upp þykkan skráp í stað þess að leyfa henni að brjóta mig niður og koma í veg fyrir þátttöku mína. Ég hætti að taka mark á þeim óraunverulegu fegurðarstöðlum sem mér fannst ég þurfa að uppfylla til þess að mark yrði tekið á mér. Þegar kemur að stjórnmálum er það stefnan og hugsunin sem skiptir máli. Kyn, kynhneigð, útlit, fötlun og kynþáttur á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til lýðræðisþáttöku. Það er hinsvegar staðreynd að þessir hlutir gera það allt of oft. Það neikvæða umtal sem ég hef upplifað get ég ekki notað mér til framdráttar. En ég get aftur á móti notað upplifun mína til að breyta þeim veruleika sem konur í stjórnmálum lifa við. Ég get barist fyrir jafnrétti, reynt að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis, tryggt fyrirbyggjandi forvarnafræðslu gegn kynferðisofbeldi og útrýmt kynbundnum launamun.Þori ég, vil ég, get ég? Ég vil tryggja jöfn tækifæri fyrir næstu kynslóð ungra kvenna. Þegar ung kona tekur sín fyrstu skref í pólitík á hún ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að kröfurnar sem gerðar eru til hennar séu meiri en kröfur til karls í sömu stöðu. Hún á ekki að þurfa að vera hrædd við að gert verði lítið úr henni – ekki vegna þess að hún hafi rangt fyrir sér heldur vegna þess að hún passar ekki inn í þá ímynd kvenna sem samfélagið hefur málað upp. Vonandi fæ ég einn daginn tækifæri til þess að sýna Ögmundi að við getum tryggt komandi kynslóðum kvenna í stjórnmálum tækifæri á því að taka þátt án þess að þurfa að sitja undir því neikvæða kynbundna umtali sem stjórnmálakonur verða fyrir í dag. Að minnsta kosti gæti ég reynt að kveða niður þá kenningu að þær eigi á einhvern hátt að græða á því.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun