WOW býður Bretum sem setjast að á Íslandi ókeypis flug Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. ágúst 2016 15:50 WOW air flýgur frá þremur stöðum á Bretlandi. Bretar sem vilja flytja til Íslands fyrir 1. október næstkomandi geta fengið flugfarið ókeypis í boði WOW air. WOW flýgur til Íslands frá þremur stöðum á Bretlandi; London, Edinborg og Bristol. „Við vildum sýna hversu gestrisnir Íslendingar eru í raun, og fannst þetta skemmtileg og öðruvísi leið til að gera það,“ sagði Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri WOW Air, í samtali við Travel and Leisure. Þeir Bretar sem vilja nýta sér tækifærið þurfa að hafa ætlanir um að búa hér á landi í að minnsta kosti eitt ár, og þurfa að veita sönnun fyrir því að þeir ætli að taka hér upp búsetu, með leigusamningi, íslenskri kennitölu eða bréfi sem sýnir samþykki um inngöngu í íslenskan skóla. Umsækjendur geta sent þessar upplýsingar á MovingToIceland@wow.is. Ef allar upplýsingar reynast réttar fá þeir flugið endurgreit að fullu. Einnig þurfa umsækjendur að veita bókunarupplýsingar og mynd af vegabréfi sínu. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, almannatengli WOW air, opnaði flugfélagið fyrir umsóknir í síðustu viku. „Það hafa nokkrir nýtt sér þetta. Ekki mjög margir, en nokkrir hafa haft samband,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Við vildum reyna að vekja athygli á Íslandi og WOW air á skemmtilegan hátt. Það var það sem við lögðum upp með,“ segir Svana. „Allir Bretar sem hafa áhuga á að flytja hingað eru velkomnir til landsins.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Bretar sem vilja flytja til Íslands fyrir 1. október næstkomandi geta fengið flugfarið ókeypis í boði WOW air. WOW flýgur til Íslands frá þremur stöðum á Bretlandi; London, Edinborg og Bristol. „Við vildum sýna hversu gestrisnir Íslendingar eru í raun, og fannst þetta skemmtileg og öðruvísi leið til að gera það,“ sagði Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri WOW Air, í samtali við Travel and Leisure. Þeir Bretar sem vilja nýta sér tækifærið þurfa að hafa ætlanir um að búa hér á landi í að minnsta kosti eitt ár, og þurfa að veita sönnun fyrir því að þeir ætli að taka hér upp búsetu, með leigusamningi, íslenskri kennitölu eða bréfi sem sýnir samþykki um inngöngu í íslenskan skóla. Umsækjendur geta sent þessar upplýsingar á MovingToIceland@wow.is. Ef allar upplýsingar reynast réttar fá þeir flugið endurgreit að fullu. Einnig þurfa umsækjendur að veita bókunarupplýsingar og mynd af vegabréfi sínu. Samkvæmt Svönu Friðriksdóttur, almannatengli WOW air, opnaði flugfélagið fyrir umsóknir í síðustu viku. „Það hafa nokkrir nýtt sér þetta. Ekki mjög margir, en nokkrir hafa haft samband,“ segir Svana í samtali við Vísi. „Við vildum reyna að vekja athygli á Íslandi og WOW air á skemmtilegan hátt. Það var það sem við lögðum upp með,“ segir Svana. „Allir Bretar sem hafa áhuga á að flytja hingað eru velkomnir til landsins.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira