„Fara býsna langt með titilbaráttuna með sigri“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2016 14:30 Fagna FH-ingar í kvöld? Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri deildarleik sínum í sumar. Vísir/Stefán FH getur náð sjö stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla ef liðið hefur betur gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en um einn af stórleikjum tímabilsins er að ræða. Vinni Stjörnumenn í Kaplakrika er ljóst að titilbaráttan verði galopin á nýjan leik. Logi Ólafsson, sérfræðngur í Pepsi-mörkunum, segir að mikilvægi leiksins sé mikið fyrir bæði lið sem og mótið sjálft. „Ég myndi ekki alveg ganga svo langt að segja að titilbaráttan geti ráðist með sigri FH í kvöld. FH-ingar hafa ekki verið alveg eins brattir í sumar og á síðustu tímabilum. En þeir fara býsna langt með þetta ef þeir vinna í kvöld,“ segir Logi. Sextánda umferðin klárast í kvöld og því sex umferðir eftir að henni lokinni. FH-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en máttu hafa mikið fyrir naumum 1-0 sigri á Fjölni í síðustu umferð. Að sama skapi hafa hin liðin í toppbaráttunni - Fjölnir, Stjarnan og Breiðablik - öll verið að tapa stigum. „Þetta hefur að miklu leyti spilast upp í hendurnar á FH-ingum. Umræðan er líka að hjálpa þeim enda allir að tala um að þeir eru ekki að skapa eins mörg færi og þeir hafa verið vanir að gera, séu slakari en áður og þar frem eftir götunum,“ segir Logi. „Sú umræða hjálpar FH, hvernig þeir nálgast leikinn og hvernig andstæðingarnir gera það líka.“ „FH hefur náð árangri í sumar með því að spila öflugan varnarleik og hafa því ekki þurft að skora mörg mörk í sumar til að vinna leikina sína.“Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/StefánStór spurning Stjörnunnar Stjarnan hefur gefið eftir í síðustu leikjum. Eftir jafntefli gegn Þrótti máttu Garðbæingar þola 3-1 tap gegn KR. „Leikurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir Stjörnuna,“ segir Logi. „Ætla þeir að vera með í baráttu um titilinn eða bara í baráttunni um Evrópusæti? Það er spurningin sem þeir þurfa að svara í kvöld.“ Hann segir að það hafi verið sérstaklega dýrkeypt að tapa stigum gegn botnliði Þróttar. „Ef þú ætlar þér að vera með í baráttunni um titilinn þá verðurðu að vinna leikina gegn neðstu liðunum. Það er grundvallaratriði.“ Hann bendir á að Stjarnan eigi ljúfar minningar úr Kaplakrika enda varð liðið þar Íslandsmeistari árið 2014 eftir eftirminnilegan úrslitaleik gegn FH í lokaumferð tímabilsins. „FH hefur ekki verið upp á sitt allra besta að undanförnu og Stjarnan mætir til leiks sem sært dýr. Ég gæti trúað því að þeir verði býsna grimmir í kvöld.“Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/AntonEkki taka Guðjón úr liðinu Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur verið í aðalhlutverki í sókn Stjörnunnar í sumar en aðeins skorað þrjú mörk. Hólmbert Aron Friðjónsson kom í Garðabæinn í síðasta mánuði frá KR en ekki enn fengið tækifærið í byrjunarliðinu. „Ég myndi ekki setja Guðjón á bekkinn,“ segir Logi. „Þó svo að hann hafi ekki skorað mikið þá tekur hann ávallt mikið til sín. Eftir að Hilmar Árni [Halldórsson] byrjaði að spila í stöðunni fyrir aftan hann þá hefur hann notið góðs af því hversu mikið pláss Guðjón hefur búið til fyrir hann.“ „Það má heldur ekki gleyma því að Guðjón var í færum í leiknum gegn KR. Ég tel ekki ástæðu til þess að skipta um framherja.“ Atli Guðnason er allur að koma til eftir meiðsli og kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri FH á Fjölni í síðustu umferð. Þar áður spilaði hann um miðjan síðasta mánuð. „Ef að Atli spilar gæti hann breytt miklu fyrir FH. Það væri því óskandi fyrir FH-inga ef hann er leikfær í kvöld. Þeir hafa verið frískari með hann í liðinu.“ Logi bendir hins vegar á að Bergsveinn Ólafsson, miðvörður, er í leikbanni í kvöld og telur að það muni hafa áhrif á lið Hafnfirðinga í leiknum. Upphitun fyrir leik FH og Stjörnunnar hefst klukkan 17.30 á Stöð 2 Sport og leikurinn sjálfur klukkan 18.00. Viðureign Þróttar og Vals er einnig í beinni útsendingu, á Stöð 2 Sport 2, og Pepsimörkin eru svo á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
FH getur náð sjö stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla ef liðið hefur betur gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 en um einn af stórleikjum tímabilsins er að ræða. Vinni Stjörnumenn í Kaplakrika er ljóst að titilbaráttan verði galopin á nýjan leik. Logi Ólafsson, sérfræðngur í Pepsi-mörkunum, segir að mikilvægi leiksins sé mikið fyrir bæði lið sem og mótið sjálft. „Ég myndi ekki alveg ganga svo langt að segja að titilbaráttan geti ráðist með sigri FH í kvöld. FH-ingar hafa ekki verið alveg eins brattir í sumar og á síðustu tímabilum. En þeir fara býsna langt með þetta ef þeir vinna í kvöld,“ segir Logi. Sextánda umferðin klárast í kvöld og því sex umferðir eftir að henni lokinni. FH-ingar hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum en máttu hafa mikið fyrir naumum 1-0 sigri á Fjölni í síðustu umferð. Að sama skapi hafa hin liðin í toppbaráttunni - Fjölnir, Stjarnan og Breiðablik - öll verið að tapa stigum. „Þetta hefur að miklu leyti spilast upp í hendurnar á FH-ingum. Umræðan er líka að hjálpa þeim enda allir að tala um að þeir eru ekki að skapa eins mörg færi og þeir hafa verið vanir að gera, séu slakari en áður og þar frem eftir götunum,“ segir Logi. „Sú umræða hjálpar FH, hvernig þeir nálgast leikinn og hvernig andstæðingarnir gera það líka.“ „FH hefur náð árangri í sumar með því að spila öflugan varnarleik og hafa því ekki þurft að skora mörg mörk í sumar til að vinna leikina sína.“Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/StefánStór spurning Stjörnunnar Stjarnan hefur gefið eftir í síðustu leikjum. Eftir jafntefli gegn Þrótti máttu Garðbæingar þola 3-1 tap gegn KR. „Leikurinn hefur gríðarlega þýðingu fyrir Stjörnuna,“ segir Logi. „Ætla þeir að vera með í baráttu um titilinn eða bara í baráttunni um Evrópusæti? Það er spurningin sem þeir þurfa að svara í kvöld.“ Hann segir að það hafi verið sérstaklega dýrkeypt að tapa stigum gegn botnliði Þróttar. „Ef þú ætlar þér að vera með í baráttunni um titilinn þá verðurðu að vinna leikina gegn neðstu liðunum. Það er grundvallaratriði.“ Hann bendir á að Stjarnan eigi ljúfar minningar úr Kaplakrika enda varð liðið þar Íslandsmeistari árið 2014 eftir eftirminnilegan úrslitaleik gegn FH í lokaumferð tímabilsins. „FH hefur ekki verið upp á sitt allra besta að undanförnu og Stjarnan mætir til leiks sem sært dýr. Ég gæti trúað því að þeir verði býsna grimmir í kvöld.“Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar.Vísir/AntonEkki taka Guðjón úr liðinu Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson hefur verið í aðalhlutverki í sókn Stjörnunnar í sumar en aðeins skorað þrjú mörk. Hólmbert Aron Friðjónsson kom í Garðabæinn í síðasta mánuði frá KR en ekki enn fengið tækifærið í byrjunarliðinu. „Ég myndi ekki setja Guðjón á bekkinn,“ segir Logi. „Þó svo að hann hafi ekki skorað mikið þá tekur hann ávallt mikið til sín. Eftir að Hilmar Árni [Halldórsson] byrjaði að spila í stöðunni fyrir aftan hann þá hefur hann notið góðs af því hversu mikið pláss Guðjón hefur búið til fyrir hann.“ „Það má heldur ekki gleyma því að Guðjón var í færum í leiknum gegn KR. Ég tel ekki ástæðu til þess að skipta um framherja.“ Atli Guðnason er allur að koma til eftir meiðsli og kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri FH á Fjölni í síðustu umferð. Þar áður spilaði hann um miðjan síðasta mánuð. „Ef að Atli spilar gæti hann breytt miklu fyrir FH. Það væri því óskandi fyrir FH-inga ef hann er leikfær í kvöld. Þeir hafa verið frískari með hann í liðinu.“ Logi bendir hins vegar á að Bergsveinn Ólafsson, miðvörður, er í leikbanni í kvöld og telur að það muni hafa áhrif á lið Hafnfirðinga í leiknum. Upphitun fyrir leik FH og Stjörnunnar hefst klukkan 17.30 á Stöð 2 Sport og leikurinn sjálfur klukkan 18.00. Viðureign Þróttar og Vals er einnig í beinni útsendingu, á Stöð 2 Sport 2, og Pepsimörkin eru svo á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 22.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn