Það var ekki nóg með það að konan sem fékk bílinn lánaðan til að prófa hann hafi stórskemmt bílinn, heldur tókst henni að aka á fjóra aðra bíla í leiðinni og skemma þá talsvert líka. Talið er að konan hafi ruglast á bensíngjöfinni og bremsunni.
Hún var með þrjá fjölskyldumeðlimi í bílnum í prufuakstrinum, auk eigenda bílasölunnar, en ekkert þeirra sakaði að ráði við óhappið. Fáir hafa lagt nýjum bilum þessarar bílasölu á hliðinni, en hún verður ekki sökuð um skort á frumleika hinni ágætu konu sem þetta afrekaði.
