Næstu sumarólympíuleikar fara fram í Tókýó eftir fjögur ár og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, mætti á athöfnina klæddur sem sjálfur Super Mario.
Áður hafði verið sýnt myndband þar sem Super Mario sést hlaupandi um Tókýó áður en hann stökk upp í sitt fræga græna rör, líkt og alþekkt er úr tölvuleiknum. Græna rörið birtist svo á Ólympíuleikvanginum í Ríó og upp úr því kom áðurnefndur Abe.
Það má reikna með því að Ólympíuleikarnir í Tókýó verði hinir glæsilegustu þegar þeir fara fram eftir fjögur ár.


