Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Ólympíumeistarar Dana. vísir/anton Þrír þjálfarar, þrenn verðlaun. Ísland átti verðuga fulltrúa í handboltakeppnum Ólympíuleikanna. Þó svo að tveir hafi ekki komið liðum sínum í úrslitaleikinn tókst þeim báðum að yfirvinna vonbrigði tapsins í undanúrslitunum og vinna hinn erfiða leik um bronsverðlaunin. Guðmundur Guðmundsson toppaði þá báða með því að stýra danska liðinu alla leið til gullverðlauna í gærkvöldi og finna leiðir til að enda sigurgöngu Frakka á Ólympíuleikunum. Sigurganga Frakka hófst fyrir átta árum þegar þeir unnu Guðmund og strákana hans í íslenska landsliðinu í úrslitaleik á ÓL í Peking. Nú var hins vegar ekkert silfur gulli betra. Guðmundur ætlaði ekki að tapa aftur fyrir Frökkum í gullleik á Ólympíuleikunum. Hann talaði um það eftir undanúrslitaleikinn og sýndi það síðan í verki með frábærlega upplögðum leik þar sem Danir unnu tveggja marka sigur á Frökkum, 28-26, eftir að hafa komist mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Danir hafa keppst við að gagnrýna Guðmund eftir að danska liðinu tókst ekki að vinna verðlaun á fyrstu tveimur stórmótum hans en þeir hljóta að elska hann núna. Guðmundi tókst að búa til samstilltan og einbeittan hóp og allt í einu mættu Danir hungraðir og grimmir í úrslitaleik eftir að hafa verið ansi draugalegir í mörgum úrslitaleikjum síðustu árin. „Ég upplifði úrslitaleik fyrir átta árum og ég notaði mína reynslu virkilega til þess að undirbúa liðið núna. Það hjálpaði mér," sagði Guðmundur og hann breytti útaf venjunni og sýndi ekki myndbönd á lokafundi fyrir leik. Guðmundur fagnaði gríðarlega með lærisveinum sínum í leikslok og skiljanlega. Nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum fær hann að kynnast þeirri tilfinningu að verða Ólympíumeistari þótt að hann nú ekki fengið neinn verðlaunapening um hálsinn. Hann tapaði úrslitaleik 2008, var með efni í Ólympíumeistaralið 2012 en nú kom hann liði sínu efst á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum.Vísir/AntonStærsta stundin á ferlinum „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég talaði um það að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hann talaði trúna í sína menn. Hann notaði líka sjö menn í sókninni í upphafi leiks. „Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því var að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allavega útreiknuð áhætta,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hafði kynnst því að tapa svona leik og nú mætti hann til að taka gullið. „Fyrir mig persónulega þá er þetta það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli sem þjálfari og hann er að verða nokkuð langur,“ sagði Guðmundur. Danska liðið hafði ekki spilað um verðlaun á fyrstu stórmótum hans. „Ég held að það sé ekki hægt að fara í gegnum harðari skóla heldur en ég er búinn að fara í gegnum á þessum tveimur árum. Það er ekki mögulegt," sagði Guðmundur. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfi, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga,“ sagði Guðmundur.Vísir/AntonSorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta,“ sagði Guðmundur. Hann fékk ekki verðlaunapening ekki frekar en í Peking 2008. „Það er mjög sorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn. Eigum við ekki að segja að minningin og það að vera hluti af þessu og sjá stoltur leikmennina það sé númer eitt,“ svaraði Guðmundur sem hefur enga tilfinningu um það hvernig Danirnir taka honum núna. Hann er líka með framtíðarlið í höndunum. „Þetta er tiltölulega ungt lið og það eru miklir möguleikar í stöðunni," sagði Guðmundur. Íslenskir þjálfarar eru nú handhafar fjögurra af þeim sex titlum sem keppt er um á stórmótum landsliða í karla og kvennaflokki. Það er bara Ólympíutitill kvenna sem Þórir missti í Ríó og heimsmeistaratitill Frakka sem unnust ekki með íslenskum þjálfurum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þrír þjálfarar, þrenn verðlaun. Ísland átti verðuga fulltrúa í handboltakeppnum Ólympíuleikanna. Þó svo að tveir hafi ekki komið liðum sínum í úrslitaleikinn tókst þeim báðum að yfirvinna vonbrigði tapsins í undanúrslitunum og vinna hinn erfiða leik um bronsverðlaunin. Guðmundur Guðmundsson toppaði þá báða með því að stýra danska liðinu alla leið til gullverðlauna í gærkvöldi og finna leiðir til að enda sigurgöngu Frakka á Ólympíuleikunum. Sigurganga Frakka hófst fyrir átta árum þegar þeir unnu Guðmund og strákana hans í íslenska landsliðinu í úrslitaleik á ÓL í Peking. Nú var hins vegar ekkert silfur gulli betra. Guðmundur ætlaði ekki að tapa aftur fyrir Frökkum í gullleik á Ólympíuleikunum. Hann talaði um það eftir undanúrslitaleikinn og sýndi það síðan í verki með frábærlega upplögðum leik þar sem Danir unnu tveggja marka sigur á Frökkum, 28-26, eftir að hafa komist mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Danir hafa keppst við að gagnrýna Guðmund eftir að danska liðinu tókst ekki að vinna verðlaun á fyrstu tveimur stórmótum hans en þeir hljóta að elska hann núna. Guðmundi tókst að búa til samstilltan og einbeittan hóp og allt í einu mættu Danir hungraðir og grimmir í úrslitaleik eftir að hafa verið ansi draugalegir í mörgum úrslitaleikjum síðustu árin. „Ég upplifði úrslitaleik fyrir átta árum og ég notaði mína reynslu virkilega til þess að undirbúa liðið núna. Það hjálpaði mér," sagði Guðmundur og hann breytti útaf venjunni og sýndi ekki myndbönd á lokafundi fyrir leik. Guðmundur fagnaði gríðarlega með lærisveinum sínum í leikslok og skiljanlega. Nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum fær hann að kynnast þeirri tilfinningu að verða Ólympíumeistari þótt að hann nú ekki fengið neinn verðlaunapening um hálsinn. Hann tapaði úrslitaleik 2008, var með efni í Ólympíumeistaralið 2012 en nú kom hann liði sínu efst á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum.Vísir/AntonStærsta stundin á ferlinum „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég talaði um það að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hann talaði trúna í sína menn. Hann notaði líka sjö menn í sókninni í upphafi leiks. „Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því var að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allavega útreiknuð áhætta,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hafði kynnst því að tapa svona leik og nú mætti hann til að taka gullið. „Fyrir mig persónulega þá er þetta það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli sem þjálfari og hann er að verða nokkuð langur,“ sagði Guðmundur. Danska liðið hafði ekki spilað um verðlaun á fyrstu stórmótum hans. „Ég held að það sé ekki hægt að fara í gegnum harðari skóla heldur en ég er búinn að fara í gegnum á þessum tveimur árum. Það er ekki mögulegt," sagði Guðmundur. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfi, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga,“ sagði Guðmundur.Vísir/AntonSorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta,“ sagði Guðmundur. Hann fékk ekki verðlaunapening ekki frekar en í Peking 2008. „Það er mjög sorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn. Eigum við ekki að segja að minningin og það að vera hluti af þessu og sjá stoltur leikmennina það sé númer eitt,“ svaraði Guðmundur sem hefur enga tilfinningu um það hvernig Danirnir taka honum núna. Hann er líka með framtíðarlið í höndunum. „Þetta er tiltölulega ungt lið og það eru miklir möguleikar í stöðunni," sagði Guðmundur. Íslenskir þjálfarar eru nú handhafar fjögurra af þeim sex titlum sem keppt er um á stórmótum landsliða í karla og kvennaflokki. Það er bara Ólympíutitill kvenna sem Þórir missti í Ríó og heimsmeistaratitill Frakka sem unnust ekki með íslenskum þjálfurum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira