Þorsteinn Sæmundsson: Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 13:43 Misjafnar skoðanir virðast vera á því innan Framsóknarflokksins hvort halda eigi flokksþing fyrir komandi kosningar. Vísir Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira