Þorsteinn Sæmundsson: Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2016 13:43 Misjafnar skoðanir virðast vera á því innan Framsóknarflokksins hvort halda eigi flokksþing fyrir komandi kosningar. Vísir Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins segir augljóst að verði boðað til flokksþings að þá muni það fara fram fyrir kosningar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins segir hins vegar að þegar liggi fyrir að boðað verði til flokksþings, en þó sé ekki víst hvort það fari fram fyrir eða eftir kosningar. Tillaga á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi um að óska eftir flokksþingi í haust var felld í gær. Tillaga sama efnis var hins vegar samþykkt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Samkvæmt reglum Framsóknarflokksins er skylt að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinga óskar þess en þau eru fimm talsins. Í næstu viku fara fram kjördæmisþing flokksins í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík og því ljóst að boðað verður til flokksþings samþykki annað þessara slíka tillögu en þar er æðsta stjórn flokksins kosin, það er formaður, varaformaður og ritari.Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.Æskilegt að boða til flokksþingsÞorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurvesturkjördæmi, kemur til með að sitja bæði þessi kjördæmisþing en hann gefur kost á sér í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar „Ég held að það sé að mörgu leyti æskilegt að flýta flokksþingi. Bæði til að skerpa á stefnunni fyrir kosningar og ég held að það sé bara gott fyrir forystuna að fá endurnýjað umboð og fara þannig inn í kosningar.“Áttu von á að slík tillaga komi fram á kjördæmisþingum í Suðurvesturkjördæmi og í Reykjavík?„Ég á nú frekar von á því, já,“ segir Þorsteinn.Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.Kostir og gallarSigmundur Davíð segir þá tillögu sem var felld á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi í gær hafa verið aukaatriði þar sem það liggi fyrir nú þegar að boðað verði til flokksþings. „Það er búið að boða miðstjórnarfund sem að sér um boðun flokksþings. Þannig að það fer bara sinn vanagang,“ segir Sigmundur.Hvers vegna segir þú að það sé búið að boða til flokksþings?„Vegna þess að það er hlutverk haustfundar miðstjórnar flokksþings að boða til flokksþings.“Ertu þá að tala um að það liggi fyrir að það verði flokksþing fyrir kosningar„Miðstjórnin bara metur það hvenær eða hvaða dagsetning hentar best.“Þannig að það liggur ekki fyrir ákvörðun um það að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Nei, það bara geri ég ráð fyrir að menn meti hvaða tímasetning henti best.“Hver er þín skoðun á þessu, hvort það eigi að boða til flokksþings fyrir kosningar eða ekki?„Það eru svona bæði kostir og gallar við það að hafa hefðbundna aðferð, sem mér sýnist aðrir flokkar ætla að hafa, eða að breyta útaf því vegna þess að kosningar séu haldnar á svona óvenjulegum tíma. Við munum bara ræða það og meta á miðstjórnarfundi.“En þú vilt ekki gefa upp þína afstöðu?„Ég er bara að reyna að meta það eins og aðrir flokksmenn hvað henti best í því,“ segir Sigmundur Davíð.Augljóst að flokksþing yrði fyrir kosningarÞorsteinn Sæmundsson segir hins vegar augljóst að slíkt flokksþing kæmi til með að fara fram fyrir kosningar.Áttu von á að það verði flokksþing fyrir kosningar?„Ef við ákveðum að flýta flokksþingi að þá verður það haldið fyrir kosningar. Því að reglulegur tími flokksþings er að mig minnir í febrúar eða mars. Þannig að ef við ætluðum að flýta því hvort sem er, þá yrði því flýtt þannig að það yrði fyrir kosningar. Annars yrði enginn sérstakur akkur í því að flýta því,“ segir Þorsteinn.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður X16 Suður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira