Þúsundum bjargað úr sjávarháska í vikunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Flóttamönnum bjargað úr sjávarháska á Miðjarðarhafi. Nordicphotos/AFP Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000. Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Tæplega átta þúsund flóttamönnum hefur verið bjargað úr sjávarháska við strendur Líbýu frá því á sunnudag. Þar af um 6.500 á mánudaginn. Frá þessu greindi ítalska landhelgisgæslan í gær en hún hefur ráðist í sitt stærsta verkefni til að bjarga flóttamönnum til þessa. Fjöldi flóttamanna hafði lagt af stað út á Miðjarðarhaf á yfirfullum, hriplekum bátum. Um fjörutíu skipum var bjargað tuttugu kílómetrum út af líbýsku borginni Sabratha og sýna myndbönd gæslunnar flóttamennina, sem flestir eru frá Erítreu og Sómalíu, fagna og synda að björgunarskipunum. Ítalska landhelgisgæslan vann ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, og Læknum án landamæra að björgunaraðgerðunum. Flóttamönnum sem reyna að ferðast yfir Miðjarðarhafið til Ítalíu hefur fjölgað mikið frá því í mars. Þá gerði Evrópusambandið samning við Tyrki sem innihélt ákvæði um að Tyrkir myndu koma í veg fyrir að flóttamenn færu þaðan og til Grikklands. Ríkin á Balkanskaga lokuðu landamærum sínum á sama tíma og því lokaðist leiðin yfir austurhluta Miðjarðarhafs. Áður en þeirri leið var lokað höfðu um 160 þúsund siglt þá leið til Grikklands.Flóttamenn komnir í land á Ítalíu eftir að hafa verið bjargað. Nordicphotos/AFPAlls hafa rúmlega hundrað þúsund flóttamenn komið sjóleiðina til Ítalíu á árinu. 2.726 hafa látið lífið á leiðinni. Þetta kemur fram í tölum Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar (IOM). Þar segir einnig að um 275.000 flóttamenn séu í Líbýu að bíða tækifærisins að sigla yfir. Þeir sem leggja leið sína yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Ítalíu eru flestir frá Erítreu og Sómalíu en einnig kemur góður hluti frá Nígeríu, Gambíu og Sýrlandi. Hins vegar eru Sýrlendingar um þriðjungur þeirra sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu á árinu, hvort sem það er til Grikklands eða Ítalíu. Þeim flóttamönnum sem hafa komið sjóleiðina til Evrópu síðustu mánuði hefur fækkað talsvert samanborið við sömu mánuði í fyrra. Um 130.000 flóttamenn komu til Evrópu í ágúst 2015 en tæp 15.000 núna. Munurinn var þó minni á júlímánuð í ár og í fyrra, 78.000 á móti 25.000.
Birtist í Fréttablaðinu Gambía Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira