Ekkert mark var skorað þegar Selfoss og Fram mættust í fyrsta leik 20. umferðar Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Leikurinn var með rólegasta móti. Selfyssingar voru ívið sterkari í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi.
Selfyssingar voru hættulegri í seinni hálfleik en gestirnir hefðu getað stolið sigrinum í lokin þegar Ivan Bubalo skaut framhjá úr góðu færi.
Liðin eru áfram í 7. og 8. sæti deildarinnar. Fram er með 26 stig í því sjöunda en Selfyssingar eru í sætinu fyrir neðan með 24 stig.
Tuttugasta umferðin heldur áfram á morgun þegar fjórir leikir fara fram.
Upplýsingar um úrslit og gang leiksins eru fengnar frá Fótbolta.net.
Stál í stál á Selfossi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti



„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn


„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti

