Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 10:30 Justin Bieber kemur fram í Kórnum í kvöld en hér er hann á tónleikum í Los Angeles fyrr á árinu. vísir/getty Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17
Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53
Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02