Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 10:30 Justin Bieber kemur fram í Kórnum í kvöld en hér er hann á tónleikum í Los Angeles fyrr á árinu. vísir/getty Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17
Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53
Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02