Fyrstu tónleikagestirnir mættir: „Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2016 09:02 Þórey og Ragnheiður ætla að bíða í fjórtán klukkustundir eftir átrúnaðargoði sínu. Þær ætla líka að gera það á morgun. vísir/guðjón guðmundsson Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45
Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20
Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32