Johnson fetar þröngan stíg að Hvíta húsinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2016 06:30 Fjölmenni á kosningafundi Gary Johnson og Bill Weld í Utahfylki. Nordicphotos/AFP grafík/fréttablaðið/silja Gary Johnson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum, mælist með allt að 12 prósenta fylgi. Meðaltal skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælir Johnson með um 8 prósenta fylgi. Þótt fylgi hans sé mun minna en fylgi Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, og Donalds Trump, frambjóðanda repúblikana, hefur enginn frambjóðandi utan flokkanna tveggja fengið svo mikið fylgi frá því Ross Perot fékk 19 prósent atkvæða í kosningum árið 1992. Johnson og varaforsetaefni hans, Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, byggja framboð sitt á reynslu sinni og hugsjónum um frjálsan markað og frjálslynt samfélag. Þeir hafa tranað sér fram sem valkostur fyrir þá sem óánægðir eru með Clinton og Trump en samkvæmt skoðanakönnunum er álit almennings á þeim sögulega lítið.Sá vinsælasti í áratugi Ef Johnson heldur fylgi sínu stöðugu í um 8 prósentum mun það vera áttföldun á því fylgi sem hann fékk í kosningum árið 2012, þá uppskar hann einungis eitt prósent atkvæða. Samkvæmt greiningu FiveThirtyEight telst það afar líklegt. Í samantekt þeirra má sjá að fylgi þriðja valkosts helst nokkuð stöðugt frá ágúst og fram til kosninga. Þannig var Ross Perot með um 20 prósenta fylgi í ágúst 1992 og uppskar 19 prósent í kosningunum. Sömu sögu er að segja af Ralph Nader árið 2000. Hann fór úr fjórum prósentum í þrjú.Nálgast í tveimur fylkjum Johnson mælist vel yfir 10 prósentum í þó nokkrum fylkjum ef marka má nýja könnun Washington Post. Hann mælist með 19 prósent í Alaska, Suður-Dakóta og Idaho og 17 prósent í Kansas. Í heimafylkinu Nýju-Mexíkó kemst hann einna næst því að fá meira fylgi en annar hvor frambjóðendanna tveggja. Þar mælist Johnson með 25 prósenta fylgi, Trump 29 og Clinton 37. Þá er hann einungis fjórum prósentustigum frá Clinton í Utah. Johnson mælist þar með 23 prósent, Clinton 27 og Trump 34.Of hár kappræðuþröskuldur Til þess að fá að taka þátt í sjónvarpskappræðum með þeim Clinton og Trump þarf Johnson að auka fylgi sitt í 15 prósent en þess krefjast sjónvarpsstöðvarnar sem halda kappræðurnar. Næstu kappræður eru á CNN þann 26. þessa mánaðar. Johnson hefur reynt að freista þess að ná upp í 15 prósentin en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Framboðið hefur varið um tveimur milljónum bandaríkjadala, andvirði um 230 milljóna króna, í útvarpsauglýsingar og öðru eins í sjónvarpsauglýsingar en ljóst er að langt er í land.Torveld leið en ekki ófær Til þess að verða forseti Bandaríkjanna þyrfti Johnson að koma í veg fyrir að einhver frambjóðandi fengi meirihluta kjörmanna. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar þannig að kjörmenn kjósa forseta en almenningur kýs hvern kjörmenn skulu kjósa í hverju fylki fyrir sig. Allir kjörmenn fylkisins kjósa sama frambjóðanda, sama hversu mörg atkvæði sigurvegarinn í fylkinu fær. Ef Johnson nær að koma í veg fyrir að annar frambjóðandi fái meirihluta velur fulltrúadeild þingsins forsetann. Johnson stólar þá á að þeir repúblikanar sem ekki styðja Trump og demókratar sammælist um að velja hann sem eins konar málamiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump skýst fram úr Clinton Mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja en Trump hefur aðeins tveggja prósenta forskot. 6. september 2016 18:31 Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Gary Johnson, fyrrverandi ríkisstjóri Nýju-Mexíkó og forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins í Bandaríkjunum, mælist með allt að 12 prósenta fylgi. Meðaltal skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman mælir Johnson með um 8 prósenta fylgi. Þótt fylgi hans sé mun minna en fylgi Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, og Donalds Trump, frambjóðanda repúblikana, hefur enginn frambjóðandi utan flokkanna tveggja fengið svo mikið fylgi frá því Ross Perot fékk 19 prósent atkvæða í kosningum árið 1992. Johnson og varaforsetaefni hans, Bill Weld, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, byggja framboð sitt á reynslu sinni og hugsjónum um frjálsan markað og frjálslynt samfélag. Þeir hafa tranað sér fram sem valkostur fyrir þá sem óánægðir eru með Clinton og Trump en samkvæmt skoðanakönnunum er álit almennings á þeim sögulega lítið.Sá vinsælasti í áratugi Ef Johnson heldur fylgi sínu stöðugu í um 8 prósentum mun það vera áttföldun á því fylgi sem hann fékk í kosningum árið 2012, þá uppskar hann einungis eitt prósent atkvæða. Samkvæmt greiningu FiveThirtyEight telst það afar líklegt. Í samantekt þeirra má sjá að fylgi þriðja valkosts helst nokkuð stöðugt frá ágúst og fram til kosninga. Þannig var Ross Perot með um 20 prósenta fylgi í ágúst 1992 og uppskar 19 prósent í kosningunum. Sömu sögu er að segja af Ralph Nader árið 2000. Hann fór úr fjórum prósentum í þrjú.Nálgast í tveimur fylkjum Johnson mælist vel yfir 10 prósentum í þó nokkrum fylkjum ef marka má nýja könnun Washington Post. Hann mælist með 19 prósent í Alaska, Suður-Dakóta og Idaho og 17 prósent í Kansas. Í heimafylkinu Nýju-Mexíkó kemst hann einna næst því að fá meira fylgi en annar hvor frambjóðendanna tveggja. Þar mælist Johnson með 25 prósenta fylgi, Trump 29 og Clinton 37. Þá er hann einungis fjórum prósentustigum frá Clinton í Utah. Johnson mælist þar með 23 prósent, Clinton 27 og Trump 34.Of hár kappræðuþröskuldur Til þess að fá að taka þátt í sjónvarpskappræðum með þeim Clinton og Trump þarf Johnson að auka fylgi sitt í 15 prósent en þess krefjast sjónvarpsstöðvarnar sem halda kappræðurnar. Næstu kappræður eru á CNN þann 26. þessa mánaðar. Johnson hefur reynt að freista þess að ná upp í 15 prósentin en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Framboðið hefur varið um tveimur milljónum bandaríkjadala, andvirði um 230 milljóna króna, í útvarpsauglýsingar og öðru eins í sjónvarpsauglýsingar en ljóst er að langt er í land.Torveld leið en ekki ófær Til þess að verða forseti Bandaríkjanna þyrfti Johnson að koma í veg fyrir að einhver frambjóðandi fengi meirihluta kjörmanna. Kosningakerfið í Bandaríkjunum virkar þannig að kjörmenn kjósa forseta en almenningur kýs hvern kjörmenn skulu kjósa í hverju fylki fyrir sig. Allir kjörmenn fylkisins kjósa sama frambjóðanda, sama hversu mörg atkvæði sigurvegarinn í fylkinu fær. Ef Johnson nær að koma í veg fyrir að annar frambjóðandi fái meirihluta velur fulltrúadeild þingsins forsetann. Johnson stólar þá á að þeir repúblikanar sem ekki styðja Trump og demókratar sammælist um að velja hann sem eins konar málamiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump skýst fram úr Clinton Mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja en Trump hefur aðeins tveggja prósenta forskot. 6. september 2016 18:31 Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Trump skýst fram úr Clinton Mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja en Trump hefur aðeins tveggja prósenta forskot. 6. september 2016 18:31
Hitt hægrið á sviðið í Bandaríkjunum Ný hægrisinnuð stjórnmálahreyfing hefur umtalsverð áhrif á forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meðlimir hreyfingarinnar eru sagðir fordómafullir, hafna pólitískri rétthugsun og fjölmenningu. 1. september 2016 06:00