Stefán: Vonandi hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2016 06:30 Stefán er klár í slaginn. vísir/anton Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Selfyssingar eru mættir aftur upp í Olís-deild karla eftir fimm ára fjarveru. Selfoss endaði í 3. sæti 1. deildar í fyrra en tryggði sér sæti í Olís-deildinni með því að leggja Fjölni að velli í umspili.Selfyssingum var spáð 9. sæti í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í Olís-deild karla. Fram var langneðst í spánni með aðeins 58 stig en Selfoss fékk 110 stig, níu stigum minna en Grótta sem er í sætinu fyrir ofan. Menn virðast því hafa einhverja trú á Selfyssingum. „Það er ekkert óeðlilegt að okkur sé spáð í 9. sæti og viðbúið að okkur sé spáð neðarlega. En við ætlum að sjálfsögðu að sýna hvað í okkur býr og reyna að hala inn stig,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari Selfoss. Selfyssingar fékk fjóra leikmenn í sumar, þar af þrjá heimamenn sem snúa aftur í vínrauðu treyjuna; Einar Sverrisson, Guðna Ingvarsson og Árna Stein Steinþórsson. Auk þess kom unglingalandsliðsmarkvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson á láni frá Haukum. Stefán vonast til að þetta sé nógu mikil styrking til að halda Selfossi í Olís-deildinni. „Við erum mjög ánægðir með styrkinguna. Við höfum safnað Selfyssingum aftur heim og teljum það mikilvægt. Við fengum stráka sem er annt um félagið og erum mjög ánægðir með þá,“ sagði Stefán. Hann segir Selfoss býsna merkilegt félag, þótt það sé langt síðan það náði einhverjum árangri. „Selfoss er gamalt stórveldi. Upp úr 1990 var Selfoss stórt lið en síðustu ár hefur ekki mikið gerst í meistaraflokknum. Við höfum hins vegar unnið gífurlega sterkt starf í yngri flokkunum. Okkur sem starfa í kringum þetta finnst að heildarstarf félagsins sé það gott að það ætti að skila sér upp í meistaraflokk,“ sagði Stefán. Selfoss hefur búið til fjölda sterkra leikmanna á undanförnum árum og verið hálfgerð uppeldisstöð fyrir önnur lið. Stefán segir að það kominn tími til að breyta því. „Vonandi erum við hættir að búa til leikmenn fyrir önnur lið og farnir að búa þá til fyrir okkur sjálfa. Mikilvægasta skrefið til að halda leikmönnunum er að vera með lið í efstu deild og vera með alvöru umgjörð,“ sagði þjálfarinn og bætti því að stemmningin í bænum fyrir handboltaliðinu væri góð. „Það er mikill spenningur í okkar fólki fyrir tímabilinu. Í fyrra jukum við stemmninguna smám saman, það fjölgaði á leikjum og það var rosa fínt fyrir okkur að fara í umspil. Fólk var í þessu með okkur.“ Stefán er að þjálfa í efstu deild í fyrsta sinn í vetur og segist klár í slaginn. „Ég er klár í þetta og er búinn að undirbúa mig lengi þótt ég sé ekki með jafn mikla reynslu og margir kollegar mínir,“ sagði Stefán sem er með þjálfunargenin en faðir hans, Árni Stefánsson, þjálfaði HK og FH á sínum tíma auk þess sem hann var lengi aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar hjá KA.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira