Ingveldur og Þorgeir ekki vanhæf í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. september 2016 14:16 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar um að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson víki sem hæstaréttardómarar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið verður flutt í Hæstarétti á föstudaginn.Ástæða þess að farið var fram á að þau Ingveldur og Þorgeir myndu víkja sæti voru fjölskyldutengsl þeirra við aðstoðarsaksóknara hjá embætti Sérstaks saksónara annars vegar, en sá er sonur Ingveldar og hins vegar er yfirlögfræðingur slitabús Kaupþings ehf. sonur Þorgeirs en slitabúið stefndi fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ekki vanhæf þar sem sonur Ingveldar vann ekki að málum er komu við Kaupþing banka og sonur Þorgeirs kom ekki að dómsmálum er vörðuðu fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og þá hafði Kaupþing ehf. ekki fjárhagslega hagsmuni af einkamálum sem rekin voru gegn Kaupþing banka.Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing í markaðsmisnotkunarmálinu í héraði umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár.Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins.Hreiðar Már og Sigurður áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar og verður málflutningur í málinu á föstudaginn. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur hafnað kröfu þeirra Sigurðar Einarssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar um að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson víki sem hæstaréttardómarar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en málið verður flutt í Hæstarétti á föstudaginn.Ástæða þess að farið var fram á að þau Ingveldur og Þorgeir myndu víkja sæti voru fjölskyldutengsl þeirra við aðstoðarsaksóknara hjá embætti Sérstaks saksónara annars vegar, en sá er sonur Ingveldar og hins vegar er yfirlögfræðingur slitabús Kaupþings ehf. sonur Þorgeirs en slitabúið stefndi fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ekki vanhæf þar sem sonur Ingveldar vann ekki að málum er komu við Kaupþing banka og sonur Þorgeirs kom ekki að dómsmálum er vörðuðu fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og þá hafði Kaupþing ehf. ekki fjárhagslega hagsmuni af einkamálum sem rekin voru gegn Kaupþing banka.Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing í markaðsmisnotkunarmálinu í héraði umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár.Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins.Hreiðar Már og Sigurður áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar og verður málflutningur í málinu á föstudaginn.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53