Fyrstu myndir af nýjum Discovery Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 11:00 Mýkri línur í nýjum Discovery. Ný kynslóð Land Rover Discovery jeppans verður kynnt á bílasýningunni í París um næstu mánaðarmót, en Land Rover hefur þó nú þegar sent frá sér þá mynd sem hér sést af bílnum. Nýr Discovery mun leysa af hólmi LR4 kynslóð Discovery og er því nú um fimmtu kynslóð bílsins að ræða. Discovery var fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfürt árið 1989 og hefur nú þegar selst í meira en 1,2 milljónum eintaka. Hann verður í boði 7 sæta og áfram nokkru stærri en Discovery Sport, sem einnig má reyndar fá 7 sæta. Nýi Discovery léttist talsvert, enda byggður nú á léttum álundirvagni. Nýi bíllinn færist nokkru ofar hvað lúxus varðar og verður því nær Range Rover bílunum en áður en samt verður engu fórnað í torfærugetu bílsins, að sögn Land Rover. Land Rover hefur ekki gefið upp neitt um þann vélbúnað sem í boði verður í bílnum, en búist er við því að 2,0 forþjöppudrifin fjögurra strokka og 240 hestafla dísilvél verði sú minnsta, en áfram verði 3,0 lítra dísilvélin sú sem flestir velja í þessum bíl. Frekari upplýsingum um bílinn verður líklega að bíða eftir uns Land Rover sviptir af honum hulunni í París. Nýr Discovery fer í sölu um mitt næsta ár.Hér má sjá þróun Discovery gegnum árin. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Ný kynslóð Land Rover Discovery jeppans verður kynnt á bílasýningunni í París um næstu mánaðarmót, en Land Rover hefur þó nú þegar sent frá sér þá mynd sem hér sést af bílnum. Nýr Discovery mun leysa af hólmi LR4 kynslóð Discovery og er því nú um fimmtu kynslóð bílsins að ræða. Discovery var fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfürt árið 1989 og hefur nú þegar selst í meira en 1,2 milljónum eintaka. Hann verður í boði 7 sæta og áfram nokkru stærri en Discovery Sport, sem einnig má reyndar fá 7 sæta. Nýi Discovery léttist talsvert, enda byggður nú á léttum álundirvagni. Nýi bíllinn færist nokkru ofar hvað lúxus varðar og verður því nær Range Rover bílunum en áður en samt verður engu fórnað í torfærugetu bílsins, að sögn Land Rover. Land Rover hefur ekki gefið upp neitt um þann vélbúnað sem í boði verður í bílnum, en búist er við því að 2,0 forþjöppudrifin fjögurra strokka og 240 hestafla dísilvél verði sú minnsta, en áfram verði 3,0 lítra dísilvélin sú sem flestir velja í þessum bíl. Frekari upplýsingum um bílinn verður líklega að bíða eftir uns Land Rover sviptir af honum hulunni í París. Nýr Discovery fer í sölu um mitt næsta ár.Hér má sjá þróun Discovery gegnum árin.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent