Discovery var fyrst sýndur á bílasýningunni í Frankfürt árið 1989 og hefur nú þegar selst í meira en 1,2 milljónum eintaka. Hann verður í boði 7 sæta og áfram nokkru stærri en Discovery Sport, sem einnig má reyndar fá 7 sæta. Nýi Discovery léttist talsvert, enda byggður nú á léttum álundirvagni.
Nýi bíllinn færist nokkru ofar hvað lúxus varðar og verður því nær Range Rover bílunum en áður en samt verður engu fórnað í torfærugetu bílsins, að sögn Land Rover. Land Rover hefur ekki gefið upp neitt um þann vélbúnað sem í boði verður í bílnum, en búist er við því að 2,0 forþjöppudrifin fjögurra strokka og 240 hestafla dísilvél verði sú minnsta, en áfram verði 3,0 lítra dísilvélin sú sem flestir velja í þessum bíl.
Frekari upplýsingum um bílinn verður líklega að bíða eftir uns Land Rover sviptir af honum hulunni í París. Nýr Discovery fer í sölu um mitt næsta ár.
