Lamborghini ætlar að tvöfalda heildarsöluna með Urus Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2016 09:00 Lamborghini Urus. Lamborghini framleiddi ekki nema 3.245 bíla í fyrra, en stefnir á að tvöfalda heildarsöluna með tilkomu nýja jeppa síns, Urus. Stefnan er nefnilega að framleiða um 3.500 Urus jeppa á ári og að heildarsalan verði komin í 7.000 bíla árið 2019. Vel þarf að ganga að selja Urus jeppann til að svo verði, en hann mun kosta 200.000 dollara stykkið. Það er næstum tvöfalt það verð sem 520 hestafla Porsche Cayenne Turbo kostar. Næg eftirspurn virðist þó vera eftir ofurdýrum jeppum frá flottustu bílamerkjum heims og hefur t.d. Bentley Bentayga rokið út þrátt fyrir himinhátt verð hans. Lamborghini tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni og því fær Urus uppfærða 4,0 lítra V8 vél frá Audi sem með breytingum verður öflugri en 600 hestafla vélin í Bentley Bentayga. Með henni á jeppinn að verða sneggri en 4 sekúndur í 100 km hraða. Meiningin er svo að árið 2020 komi Urus í tengiltvinnútgáfu og ætti hann að geta orðið enn öflugri með því að bæta rafmótorum við aflið. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent
Lamborghini framleiddi ekki nema 3.245 bíla í fyrra, en stefnir á að tvöfalda heildarsöluna með tilkomu nýja jeppa síns, Urus. Stefnan er nefnilega að framleiða um 3.500 Urus jeppa á ári og að heildarsalan verði komin í 7.000 bíla árið 2019. Vel þarf að ganga að selja Urus jeppann til að svo verði, en hann mun kosta 200.000 dollara stykkið. Það er næstum tvöfalt það verð sem 520 hestafla Porsche Cayenne Turbo kostar. Næg eftirspurn virðist þó vera eftir ofurdýrum jeppum frá flottustu bílamerkjum heims og hefur t.d. Bentley Bentayga rokið út þrátt fyrir himinhátt verð hans. Lamborghini tilheyrir Volkswagen bílafjölskyldunni og því fær Urus uppfærða 4,0 lítra V8 vél frá Audi sem með breytingum verður öflugri en 600 hestafla vélin í Bentley Bentayga. Með henni á jeppinn að verða sneggri en 4 sekúndur í 100 km hraða. Meiningin er svo að árið 2020 komi Urus í tengiltvinnútgáfu og ætti hann að geta orðið enn öflugri með því að bæta rafmótorum við aflið.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent