Bandaríkjamenn óku 2,5 billjón km á fyrri helmingi ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2016 12:00 Þung bílaumferð í Bandaríkjunum. Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent
Í bílalandinu Bandaríkjunum er mikið ekið og vegalengdir langar milli staða. Aldrei hafa Bandaríkjamenn þó ekið meira en í ár og var nýtt met slegið á fyrri helmingi þess og aukningin 3,3% frá því í fyrra. Samtals óku Bandaríkjamenn 2,5 billjón kílómetra á fyrstu 6 mánuðum ársins, en það samsvarar 500 ferðum til plánetunnar Plútó. Ferðagleði Bandaríkjamanna nú skýrist að einhverju leiti á lágu eldsneytisverði, en meðalverðið á bensíni í landinu er nú 2,2 dollarar á gallonið, en það samsvarar 67,5 krónum á hvern lítra. Það er um þriðjungur bensínsverðs hér á landi. Bensínverð er 15% lægra í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Annað sem bent er á sem skýringu á auknum akstri er hækkandi flugfargjöld í landinu og fyrir vikið velja fleiri og fleiri að fara akandi. Akstur bíla náði ákveðinni lægð í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008 en hefur verið stigvaxandi síðan. Skráðir bílar í Bandaríkjunum eru nú 260 milljónir og því var hverjum þeirra ekið 9.777 km á fyrri helmingi ársins og það samsvarar um 19.500 km akstri á ári. Það er nokkuð mikill akstur á hvern bíl, en algengur meðalakstur hér á landi er 15.000 km á ári.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent