Vilja lækka fyrsta skattþrepið verulega Sæunn Gísladóttir skrifar 6. september 2016 11:00 Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir Samráðsvettvangi og verða kynntar fyrir stjórnvöldum. Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Sjálfstæð verkefnisstjórn um breytingar og umbætur á skattkerfinu leggur meðal annars til að hætt verði samsköttun hjóna, að það verði tvö skattþrep 25 prósent og 43 prósent. Um er að ræða tuttugu og sjö tillögur sem snúa að breytingum á skattkerfinu í heild sinni. Meginháhersla verkefnistjórnarinnar var að koma með tillögur sem miða að því að skattkerfið afli nægjanlegra tekna fyrir samneyslu, sé einfalt, gagnsætt og skilverkt. Ennfremur að það sé fyrirsjáanlegt, stöðugt, samkeppnishæft og styðji við hagstjórn landsins. Að mati dr. Daða Más Kristóferssonar, formanns verkefnisstjórnarinnar, eru helstu breytingarnar að hætt verði samsköttun, breytingar á eftirliti og framkvæmd skattheimtu og að lækka fyrsta skattþrepið verulega.Daði Már Kristófersson.„Ég held að margar af litlu tillögunum í umbótakaflanum hvað varðar eftirlit og framkvæmd skattheimtu séu ekki minna merkilegar en aðrar tillögur. Það yrði svo mikil grundvallarbreyting ef samsköttun yrði hætt. Það hafa margir talað fyrir því og lengi. Þetta fyrirkomulag sem við erum með er frekar gamaldags. Höfuð fjölskyldunnar, sá eldri, er alltaf sá eini sem er í samskiptum við skattayfirvöld og að ábyrgð á skattskilum maka er ótakmörkuð. Sú tillaga að leggja þetta fyrirkomulag af hefur áhrif á hvernig barnabætur dreifast og hvernig þær eru skipulagðar,“ segir Daði.Dregið úr vægi persónuafsláttarDaði bendir svo á að unnið sé í átt að hugmynd Alþjóðagjaldeyissjóðsins að breyttu skattkerfi , þar sem dregið sé úr vægi persónuafsláttarins og fyrsta skattþrepið er lækkað verulega. „Það eru aðrar mikilvægar tillögur, einföldun virðisaukaskattskerfisins, tillögur um þunna eiginfjármögnun sem Ísland þarf að taka á,“ segir Daði. Í tillögunum eru margar hugmyndir sem snúa að því að auka tekjur af auðlindum, sér í lagi í ferðaþjónustu. Þar má nefna að setja inn bílastæðagjöld á fleiri stöðum, og hækka gistináttaskatt. „Okkar hlutverk var ekki að fjalla um í hvað tekjurnar fara eða hversu miklum tekjum á að afla heldur hvernig besta leiðin til að afla tekna er. Mörg af nágrannalöndum hafa farið í gegnum sambæranlegar úttektir. Umhverfis- og auðlindagjöld eru hagkvæmari leið til að afla tekna en almennir skattar,“ segir Daði.Vilja skattleggja mengandi starfsemi„Við erum með fimm tillögur sem snúa að því, tvær tillögur af gjaldtöku á ferðaþjónustu, veiðigjaldatillögu, orkuskattatillögu og skattlagningu á mengandi starfsemi(kolefnisgjaldstillögu),“ segir Daði. Verkefnisstjórnin, hóf störf í febrúar á þessu ári, og var skipuð sex sérfræðingum í skattamálum. Ásamt Daða, prófessors í hagfræði og forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, er hún skipuð þeim Völu Valtýsdóttur lögfræðingi, dr. Axel Hall hagfræðingi, Halldóri Benjamín Þorbergssyni hagfræðingi, Elínu Elmu Arthursdóttur frá ríkisskattstjóra og Alexander Edvardssyni löggiltum endurskoðanda. Verkefnisstjórnin hefur þegar kynnt tillögur sínar fyrir Samráðsvettvang um aukina hagsæld. Verkefnisstjórnin var sjálfstæð í vinnu sinni og leitaði ekki álits einstakra meðlima Samráðsvettvangsins meðan á vinnunni stóð. Tillögurnar verða svo kynntar fyrir stjórnvöldum og verða til umræðu. „Það er ekki eins og þetta séu einu útfærslurnar sem komi til greina. En þetta eru útfærslurnar sem hópurinn telur að séu framkvæmanlegar og geti skilað árangri,“ segir Daði.Hér má lesa tillögur verkefnishópsins.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun