Neyðarrýming í Kórnum mun taka 7 mínútur Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. september 2016 21:00 Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi var fjallað um öryggismál á tónleikum Justin Bieber, en áhyggjur höfðu vaknað um að húsið og nærumhverfi þess myndi ekki þola þann fjölda fólks sem þar verður. Mikil vinna hefur verið lögð í skipulagningu tónleikanna á fimmtudag og föstudag og segir sérfræðingur í áhættustjórnun að bæði viðburðurinn og húsið uppfylli öll skilyrði. Brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun hjá verkfræðistofunni Eflu hefur séð um gerð áætlana í neyðarstjórnun á viðburðinum. Á tónleikum sem þessu miðast uppsetning innanhúss og utanhúss við að tryggja öryggi fólks og er það byggt á umfangsmiklum útreikningum. „Við höfum sett upp sérstaka öryggisnefnd sem sér um neyðarstjórnun á öllum tónleikunum. Þessi nefnd hefur hisst og farið yfir helstu áhættuþætti og uppbyggingu á tónleikunum og verður með mjög öflug viðbrögð,“ segir Böðvar Tómasson, brunaverkfræðingur og sérfræðingur í áhættustjórnun. Hann segir að ef til neyðarrýmingar kæmi tæki það skamman tíma. „Ef allar flóttaleiðir eru aðgengilegar þá eru þetta um sjö mínútur. Þetta fer upp í níu mínútur ef við myndum fá einhvern atburð sem blokkerar einhverjar leiðir.“ Salnum sem tónleikarnir fara fram í hefur verið skipt upp til þess að minnka líkur á þrengslum og troðningi sem getur myndast. „Við erum búin að skipta svæðinu í þrjú svæði í raun og veru með þessum grindum sem þið sjáið hér. Þetta eru sérinnfluttar grindur frá Þýskalandi og hafa verið notaðar á einhverjum tónleikum hérna áður. En þær eru sérstaklega hannaðar til að fólk geti komist að þeim en líka þannig að það er hægt að stíga upp og það er hægt að bjarga fólki upp ef að einhverjum líður illa,“ segir Böðvar. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri á forvarnarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, er mjög ánægður með uppbyggingu og skipulag neyðarstjórnunnar á tónleikunum. „Þetta skipulag hérna er til fyrirmyndar miðað við það sem maður hefur séð. Það má eiginnlega segja það að það sé bara mikill metnaður frá hálfu eigenda, sem er Kópavogsbær. Maður sér það síðan á öllum framkvæmdum að það er bara eitt sem gildir hérna og það er að gera hlutina vel. Ég held að það sé búið að reyna að velta hérna hverjum steini sem að mönnum dettur í hug og sjá fyrir sér ráðstafanir annað hvort til að draga úr hættu eða vera klár til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45 Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00 Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Getur Kórinn í Kópavogi tekið á móti öllum tónleikagestum Justin Bieber? Brunahönnuður segir húsið öruggt 4. september 2016 18:45
Fleiri en búa í Kópavogi mæta á tónleika Justin Bieber Uppsetning í Kórnum í fullum gangi - Poppstjarnan væntanleg til landsins 2. september 2016 19:00
Fylgdarlið Bieber komið til landsins og undirbúningur hafinn í Kórnum Tónleikagestir mega búast við miklu sjónarspili en undibúningur fyrir tónleikana tekur heila viku. 1. september 2016 12:45