Ofin með aldagamalli aðferð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. september 2016 17:00 Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Mynd/Elsa Björg Magnúsdóttir Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi. „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sameinuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð.Handklæðin hafa fengið góðar viðtökur.Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhandklæði að tyrkneskri fyrirmynd.Sex hundruð ára hefð„Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimilisvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæðin er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalögum og í sundferðum,“ segir hún.„Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“Nýjung í flórunaÞær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leiðinni. Íslendingar virðast greinilega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunarmöguleikarnir sem felast í tyrknesku handklæðunum. „Við höfum fengið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmtilegt því þetta er nýjung hér á Íslandi, fólk þekkir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir Olla. „Þau þykja bæði falleg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, baðhandklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarnan sem ungbarnateppi eða borðdúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði tilbúið rúmteppi.“Nánar má forvitnast um heimilislínu Takk Home á heimasíðunni takkhome.com og á Facebook. Handklæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík Cutest.Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi. Tíska og hönnun Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi. „Okkur hafði lengi langað að stofna okkar eigið merki og fannst rétti tíminn vera núna. Við sameinuðum því krafta okkar, áhuga og reynslu og stofnuðum TAKK Home,“ útskýrir Ólöf, eða Olla eins og hún er kölluð.Handklæðin hafa fengið góðar viðtökur.Fyrsta vara Takk Home kom á markað nú í sumar, bómullarhandklæði að tyrkneskri fyrirmynd.Sex hundruð ára hefð„Við erum báðar mjög áhugasamar um fallega hluti, hönnun og heimilisvörur,“ segir Olla. „Þessi þunnu tyrknesku bómullarhandklæði hafa okkur alltaf þótt falleg og því ákváðum við að hanna okkar eigin línu. Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár. Kögrið er hnýtt í höndunum. Það sem okkur finnst ekki síst heillandi við handklæðin er hvað það fer lítið fyrir þeim. Þau eru þunn og fljót að þorna en samt sem áður mjög rakadræg. Það hefur komið sér vel í ferðalögum og í sundferðum,“ segir hún.„Við látum framleiða línuna í Tyrklandi en aðferðin við vefnaðinn hefur verið stunduð þar í landi í sex hundruð ár.“Nýjung í flórunaÞær stöllur settu Takk Home á laggirnar í janúar og segir Olla hlutina hafa undið hratt upp á sig. Fyrsta sending af handklæðunum rauk hratt út og önnur er á leiðinni. Íslendingar virðast greinilega til í annað en hnausþykkt frotté og þeim líkar vel ólíkir notkunarmöguleikarnir sem felast í tyrknesku handklæðunum. „Við höfum fengið frábær viðbrögð við handklæðunum sem er skemmtilegt því þetta er nýjung hér á Íslandi, fólk þekkir ekki mikið þessi þunnu handklæði hér heima,“ segir Olla. „Þau þykja bæði falleg og mjúk. Við hönnuðum tvær stærðir, baðhandklæði og minna handklæði sem einnig er hægt að nota sem viskustykki. Fólk notar handklæðin gjarnan sem ungbarnateppi eða borðdúka og jafnvel sem sjöl. Þau eru svo einstaklega mjúk. Við munum bæta við fleiri vörum í línuna og stefnum á að fyrir jólin verði tilbúið rúmteppi.“Nánar má forvitnast um heimilislínu Takk Home á heimasíðunni takkhome.com og á Facebook. Handklæðin fást í Aurum, Epal og í Reykjavík Cutest.Handklæðin nota margir sem viskustykki, borðdúka, sjöl eða sem teppi.
Tíska og hönnun Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira