Tæplega 60 prósenta aukning í sætaframboði í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2016 16:03 Reikna má með aukinni umferð í Leifsstöð í vetur miðað við aukið sætaframboð. vísir/GVA Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Aldrei hafa jafnmörg flugfélög flogið á jafnmarga áfangastaði í vetraráætlun á Keflavíkurflugvelli og verður á komandi vetri. Flugfélög í vetraráætlun verða 14 talsins, þau fljúga til 57 áfangastaða og sætaframboð eykst um 58 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Veturinn 2015/2016 voru tæpar tvær milljónir sæta í boði en komandi vetur verður framboðið yfir þrjár milljónir. Þegar þetta er skoðað í samanburði við síðustu ár kemur í ljós að sætaframboð fyrir komandi vetur er meira heldur en öll sumaráætlunin árið 2013 og meira en framboðið var allt árið 2011. Frestur flugfélaga til að staðfesta afgreiðslutíma sína í vetraráætlun, lok október til loka mars, á Keflavíkurflugvelli rann út í byrjun september og á því byggja þessar tölur. Í tilkynningunni frá Isavia segir að fyrirtækið hafi lagt sitt að mörkum til markaðssetja Ísland yfir vetrarmánuðina, líkt og Ferðaþjónustan á Íslandi í heild sinni. Isavia hafi verið öflugt í markaðssetningu gagnvart flugfélögum með hvatakerfi sem veiti flugfélögum sem fljúgi til Íslands allt árið mikinn afslátt í notendagjöldum. „Þessar aðgerðir hafa fjölgað þeim flugfélögum sem fljúga til Íslands allt árið, fjölgað áfangastöðunum sem standa til boða í beinu flugi og umfram allt aukið samkeppni og lækkað þannig verð á farmiðum til og frá Íslandi.“ Farþegum mun í vetur standa til boða beint flug til 57 áfangastaða og munu fjórtán flugfélög sinna fluginu. Flugfélög í vetraráætlun eru eftirfarandi: Air Berlin Air Iceland Atlantic Airways British Airways Delta easyJet Icelandair Norwegian Primera SAS Thomson Vueling Wizz Air WOW air Gert er ráð fyrir 63% fjölgun farþega í janúar sem hefur ávallt verið minnsti mánuður ársins. Í farþegaspá Isavia er miðað við meðalsætanýtingu síðustu fimm ára. Stefnir í að janúar verði litlu minni ferðamánuður en nóvember og febrúar gangi spáin eftir.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira