Breski millivigtarmeistarinn í UFC, Michael Bisping, er mikill aðdáandi Conor McGregor en myndi ekki hafa neina trú á honum í bardaga gegn léttvigtarmeistaranum, Eddie Alvarez.
Conor hefur haft augastað á léttvigtarbeltinu lengi og ætlaði sér að reyna við það gegn Rafael dos Anjos á sínum tíma. Þá meiddist Dos Anjos og Conor barðist við Nate Diaz í staðinn í veltivigt.
Þar sem Diaz-ævintýrinu er lokið í bili er Írinn farinn að gefa léttvigtarbeltinu aftur auga en Conor er meistari í fjaðurvigt sem er þyngdarflokkurinn fyrir neðan léttvigtina.
„Miðað við síðasta bardaga þá vill Conor ekki keppa við Eddie Alvarez. Ég held að Alvarez myndi ganga frá honum. Myndi henda honum í gólfið og rústa honum. Ég er ekki að segja það til að vera leiðinlegur en miðað við stílana þá hentar það Conor ekki að mæta Alvarez,“ sagði Bisping.
„Ég er mjög hrifinn af Conor sem mér finnst vera frábær. Hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir íþróttina.“
Alvarez myndi ganga frá Conor
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém
Handbolti



Juventus-parið hætt saman
Fótbolti

Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit
Enski boltinn