Kjörsókn í prófkjöri bendir til dræmrar kjörsóknar í haust Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. september 2016 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Það er viðbúið að kosningaþátttaka í Alþingiskosningunum í haust verði með versta móti. Þetta segir Grétar Þór Eysteinsson prófessor við Háskólann á Akureyri. Tvö prófkjör Sjálfstæðisflokksins fóru fram um helgina. Í sameiginlegu prófkjöri fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö lentu Ólöf Nordal og Guðlaugur Þór Þórðarson í efstu tveimur sætunum og í Norðvesturkjördæmi bar þingmaðurinn Haraldur Benediktsson sigur úr býtum. Athygli vekur að þátttaka í báðum prófkjörum dregst mjög saman frá fyrri árum. 1.516 greiddu atkvæði í Norðvestur, samanborið við rúmlega 2.700 fyrir þingkosningarnar 2009, og í Reykjavík kusu 3.430. Þetta er versta kjörsókn í prófkjöri flokksins í Reykjavík frá upphafi. Til samanburðar kusu ríflega tvöfalt fleiri í prófkjöri flokksins í nóvember 2012.„Það sem af er undirbúningi þessara kosninga þá hefur kjörsókn verið dræm hjá þeim flokkum sem valið hafa prófkjörsleiðina,“ segir Grétar og bendir í því samhengi á prófkjör Pírata. Þar tóku 1.319 þátt og kjörsókn var í kringum 35 prósent. „Verði kjörsókn sambærileg í prófkjörum annarra flokka gefur það vísbendingar um að kjörsókn verði með allra versta móti í þingkosningunum sjálfum. Þetta er þróun sem hefur verið í gangi frá hruni og forvitnilegt að sjá hvort haldi áfram.“ Grétar telur að minnkandi stjórnmálaáhugi fólks í bland við minnkandi traust á stjórnmálamönnum hafi þessar afleiðingar. Hann telur ósennilegt að tímasetningin prófkjöranna og kosninganna hafi áhrif í þessu samhengi. „Það er mögulegt að tilkoma Viðreisnar hafi haft sitt að segja en ég tel ekki að hún skýri allt saman.“ Líkt og áður segir varð Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, efst í prófkjörinu en hún hlaut 61 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Það er tíu prósentustigum minna en Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut í prófkjörinu 2012 en örlítið meira en Illugi Gunnarsson árið 2009. „Það kemur ekki á óvart að Guðlaugur Þór klípi nokkur prósent af fyrsta sætinu. Sem stendur á Sjálfstæðisflokkurinn engan afgerandi leiðtoga í borginni og sextíu prósent því í raun ásættanlegt,“ segir Grétar Þór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðvestur X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira