Aukinn þrýstingur á Sigurð Inga í framboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. september 2016 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson tók við embætti forsætisráðherra í apríl eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti. vísir/Ernir Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Vaxandi þrýstingur er á Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformann Framsóknarflokksins, að bjóða sig fram til formanns á flokksþingi sem fara mun fram fyrir kosningarnar 29. október. Heimildarmaður úr Framsóknarflokknum sem Fréttablaðið talaði við segist skynja vaxandi þrýsting á Sigurð Inga úr flokknum, enda talaði Sigurður Ingi á öðrum nótum nú en hann hefði áður gert. Heimildarmaðurinn sagði að Eygló Harðardóttir, ritari flokksins, myndi að öllum líkindum styðja Sigurð Inga gegn Sigmundi ef hann byði sig fram. Eygló svaraði ekki skilaboðum blaðsins þegar reynt var að hafa samband við hana. Á fundi fólksins, sem fram fór í gær, var Sigurður Ingi spurður út í mögulegt formannsframboð á komandi flokksþingi. Hann sagðist aldrei hafa útilokað eitt né neitt. „Ég hef sagt að ég muni ekki bjóða mig fram gegn sitjandi formanni en ég sagði jafnframt það að ég hef tekið að mér öll þau verkefni sem flokkurinn hefur falið mér.“ Sigurður Ingi vildi ekki svara spurningum blaðamanns um það hvort Sigmundur Davíð yrði beðinn um að hætta við formannsframboð. „Okkar flokkur hefur þær aðferðir að við erum ekki að skylmast í fjölmiðlum. Í sumum flokkum hafa menn gengið svolítið langt í því að ráðast á forystu flokksins. Það gerum við ekki í Framsóknarflokknum. Við bara fjöllum um þetta á okkar vettvangi og það munum við gera,“ sagði Sigurður Ingi. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, ritaði flokksmönnum bréf í vikunni þar sem hann sagðist hafa hug á að bjóða sig fram gegn Sigmundi sem oddviti kjördæmisins. Einnig hvatti hann Sigurð Inga forsætisráðherra til að gefa kost á sér sem formaður flokksins. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í sama kjördæmi, gefur kost á sér í 1. til 3. sæti. Þá hefur fréttavefur Stundarinnar greint frá því að þingmaðurinn Þórunn Egilsdóttir gefi líka kost á sér í 1. sætið í þessu sama kjördæmi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 X16 Norðaustur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira