Móðir Teresa tekin í dýrlingatölu á sunnudaginn nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. september 2016 17:30 Móðir Teresa hefur sætt talsverðri gagnrýni undanfarin ár. Vísir Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist. Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Móðir Teresa verður tekin í dýrlingatölu nú á sunnudaginn. Athöfnin mun fara fram í Vatíkaninu en áætlað er að hálf milljón manna verði viðstödd messuna. Móðir Teresa er heimsþekkt fyrir starf sitt í fátækrahverfum Kalkútta á Indlandi en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979. Hún lést árið 1997, 87 ára að aldri. Í frétt BBC kemur fram að til þess að Kaþólska kirkjan taki einstakling í dýrlingatölu þurfi að teljast sannað að viðkomandi hafi stuðlað að tveimur kraftaverkum eftir andlát. Vatíkanið hefur nú lýst því yfir að tvö kraftaverk hafi verið staðfest eftir andlát Móður Teresu. Annars vegar á kona á Indlandi að hafa læknast af æxli í kviðarholi árið 2002 og hins vegar brasilískur karl af heilaæxli árið 2008. Bæði höfðu þau beðið til Móður Teresu í von um lækningu. Frans páfi staðfesti síðara kraftaverkið í fyrra og gerði Móður Teresu þannig kleift að vera tekin í dýrlingatölu. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, lýsti því yfir í útvarpsviðtali á dögunum að indverska þjóðin væri stolt vegna viðburðarins enda hefði Móðir Teresa helgað líf sitt fátæku fólki. Modi mun senda hundrað manna hóp frá Indlandi til Vatíkansins með Sushma Swaraj, utanríkisráðherra Indlands, í broddi fylkingar. Ekki eru þó allir Indverjar sáttir með þessa ákvörðun Modis og hefur undirskriftasöfnun verið sett á fót með því markmiði að fá Swaraj til þess að sniðganga athöfnina. Að mati gagnrýnendanna er tvískinnungur fólginn í því að utanríkisráðherra lands sem leggur áherslu á vísindalega hugsun skuli vera viðstaddur athöfn sem byggir á trúarlegum kraftaverkum. Þess má jafnframt geta að Móðir Teresa sjálf hefur sætt margvíslegri gagnrýni í gegnum árin. Sú gagnrýni varðar helst meinta vanrækslu og vöntun á hreinlæti við þjónustu á fátækum sjúklingum og blessun fólks á dánarbeði óháð því hvaða trúarbrögðum það aðhylltist.
Páfagarður Tengdar fréttir Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59 Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Móðir Teresa tekin í dýrðlingatölu í september Móðir Teresa var tekin í tölu blessaðra árið 2003 og Frans páfi lýsti því svo yfir á síðasta ári að hún hafi framkvæmt annað kraftaverk. 15. mars 2016 13:59
Móðir Teresa nær því að verða tekin í tölu dýrlinga Nefnd Páfagarðs ákvað fyrir þremur dögum að hún hafi framkvæmt kraftaverk með því að lækna brasilískan mann af heilaæxli. 18. desember 2015 09:38