Fyrrverandi unglingastjarna Liverpool keppir á Ólympíumóti fatlaðra Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 12:30 Sean Highdale var á mála hjá Liverpool áður en hann lenti í bílslysi. vísir/getty Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilda halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Sean Highdale, fyrrverandi leikmaður unglingaliðs Liverpool, keppir fyrir Bretland í fótbolta á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst í Ríó í Brasilíu eftir fimm daga. Fjallað er Highdale í viðtali við hann á vefsíðu BBC en þar kemur fram að hann fæddist inn í mikla Liverpool-fjölskyldu og gekk aðeins níu ára í raðir liðsins. Hann spilaði með Martin Kelly og Jay Spearing í U18 ára liði Liverpooll sem vann FA Youth Cup árið 2007. Highdale fékk samning hjá Liverpool þegar hann var 16 ára gamall en fótboltaferilinn varð að engu þegar hann lenti í hryllilegu bílslysi árið 2008, aðeins sólarhring eftir leik með varaliði Liverpool.Hefði komist alla leið „Tveir vinir mínir létu lífið en ég var annar tveggja heppnu. Ég sleit þrjú liðbönd í hné og ökkla- og hálsbrotnaði. Þá þurfti að taka úr mér nýra. Ég var í dái og vaknaði ekki í fimm daga,“ segir Highdale. Jamie Carragher, ein af hetjum Highdale, kíkti á piltinn er hann lá sárþjáður á sjúkrahúsinu en miðvörðurinn fyrrverandi hefur sagt það opinberlega að hann telur að Highdale hefði komist í aðallið Liverpool ef ekki væri fyrir slysið. Steven Gerrard og Jack Wilshere, sem Highdale spilaði með fyrir yngri landslið Englands, hafa sagt það sama. Highdale gat ekki hlaupið í tvö ár eftir slysið en reyndi að æfa og spila eftir að hann komst í gegnum mikla sjúkraþjálfun. Hann færði sig alltaf niður og niður um deildir en þetta var einfaldlega of erfitt fyrir hann.Nýtur hverrar mínútur Bretinn, sem er 26 ára gamall í dag, varð fyrir heilaskaða í slysinu vegna blæðingar inn á heilann. Hann flokkast undir menn með CP eða heilalömun og má því keppa á Ólympíumóti fatlaðra. Það ætlar hann að gera. „Þegar ég prófaði þetta fyrst hélt ég að svona fótbolti yrði auðveldur en gæðin komu mér á óvart. Það eru líka bara sjö í liði en spilað er á heilan völl. Það er mjög erfitt fyrir miðjumann,“ segir Highdale. „Ég var ekki viss um þetta fyrst en nú nýt ég hverrar mínútu. Ég hélt að þeir dagar væru taldir þar sem ég æfi og spila á flottum völlum. Það hefur vakið upp svo góðar minningar að æfa með strákunum á æfingasvæði enska landsliðsins.“ „Ég býst við að vera í góðu lagi þegar mótið hefst í Ríó,“ segir Sean Highdale en Bretland er í riðli með gestgjöfum Brasilíu, Írlandi og Úkraínu sem varð í öðru sæti á HM.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Katarar vilda halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira