Mér finnst ólíklegt að hann vilji fara í gólfið með mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. september 2016 06:00 Gunnar mætir aftur í búrið 19. nóvember. vísir/getty „Þetta er öflugur og verðugur andstæðingur,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson en UFC staðfesti í gær að hann myndi berjast við Suður-Kóreumanninn sterka Dong Hyun Kim í Belfast. Það sem meira er þá er þetta aðalbardagi kvöldsins á þessu bardagakvöldi. Kim er 34 ára gamall og situr í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Hann hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Töpin eru aðeins þrjú og komu gegn heimsmeistaranum Tyron Woodley, Carlos Condit og Demian Maia sem vann sigur gegn Gunnari síðasta desember.Hann er ólseigur „Hann er ólseigur alls staðar. Mér finnst vera smá spassi í honum. Djöflagangur og það getur verið varasamt þegar svona góðir menn eru með djöflagang. Hann snýr sér og slær höndunum út í loftið. Er svolítið villtur,“ segir Gunnar en hann mun mæta tilbúinn í djöfulganginn. „Ég mun undirbúa mig vel fyrir það. Það er hægt að nýta sér þetta mjög vel til árása sjálfur og þetta getur líka verið erfitt ef maður er ekki viðbúinn og þessar árásir koma manni í opna skjöldu.“ Gunnar hefur aldrei haft þann sið að skora menn á hólm. Hann tekur því sem að honum kemur og kvartar aldrei. Fjölmargir andstæðingar hans hafa flúið af hólmi en Gunnar mætir alltaf. Hann er ánægður með að fá þennan bardaga. „Hann er fyrir ofan mig á styrkleikalistanum og það er frábært að fá svona andstæðing,“ segir Gunnar en Kim er, rétt eins og Gunnar, mikið í því að fara í gólfið með andstæðingum sínum. Býst Gunnar við því að Kom þori að fara í gólfið með honum?Vill líklega vera standandi „Mér finnst það ólíklegt. Ef hann vill fara í gólfið þá vill hann örugglega vera ofan á. Þá er spurning hvað hann ætlar sér þar. Ég hugsa að hann vilji frekar halda bardaganum standandi.“ Um leið og Gunnar fær andstæðing er hann eðlilega farinn að sjá fyrir sér hvernig bardaginn gæti orðið. „Ég sé fyrir mér að ég nái honum niður snemma eða hitti hann með höggi þegar hann er að djöflast eitthvað,“ segir Gunnar og geymir frekari pælingar þar til nær dregur bardaga. Eins og áður segir verður þessi veltivigtarbardagi aðalbardagi kvöldsins en það er mikill heiður fyrir Gunnar. Þetta er í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC en hann var það einnig er hann barðist við Rick Story í Stokkhólmi. Gunnar er fóstursonur Írlands og býst við góðum stuðningi.grafík/fréttablaðiðReynslan mun hjálpa „Það er alveg frábært að fá aðalbardagann. Ég hef verið mikið á Írlandi og hef komið til Belfast. Það er fínt að vera þar. Ég hlakka mikið til að berjast fyrir framan Írana aftur,“ segir Mjölnismaðurinn en aðalbardagi hvers kvölds er fimm lotur en ekki þrjár. Gunnar fór í fimm lotur með Story á sínum tíma. „Það mun klárlega hjálpa mér að hafa gengið í gegnum þetta áður og vita hvernig þetta er. Maður lærir mikið um þrautseigju og hvernig á að dreifa orkunni. Þetta er mikið spurning um þol.“ Gunnar kláraði Rússann Albert Tumenov í síðasta bardaga sínum og gerði það með stæl. Hann ætlar að haga undirbúningi sínum á svipaðan hátt núna. „Ég byrja á að undirbúa mig hér og fæ stráka að utan til mín sem munu hjálpa mér að æfa. Halda áfram með það prógramm sem við byrjuðum á fyrir síðasta bardaga. Það svínvirkaði.“Búinn að jafna sig af meiðslum Það áttu margir von á því að sjá Gunnar á bardagakvöldi Conors McGregor í Las Vegas á dögunum en það var ekki hægt þar sem Gunnar var meiddur. „Ég meiddi mig aðeins í hnénu. Teygði aðeins á innra liðbandinu. Þetta var sem betur fer smávægilegt og ég er byrjaður að æfa á fullu aftur eftir um mánaðarhvíld. Þetta var sem betur fer ekki alvarlegt,“ segir Gunnar en hann ætlaði að ná fjórum bardögum á árinu en nær væntanlega aðeins tveimur. „Ég hef sagt það áður að ég er ömurlegur að plana og það kemur skýrt fram hér,“ segir Gunnar og glottir. MMA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
„Þetta er öflugur og verðugur andstæðingur,“ segir bardagakappinn Gunnar Nelson en UFC staðfesti í gær að hann myndi berjast við Suður-Kóreumanninn sterka Dong Hyun Kim í Belfast. Það sem meira er þá er þetta aðalbardagi kvöldsins á þessu bardagakvöldi. Kim er 34 ára gamall og situr í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Hann hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Töpin eru aðeins þrjú og komu gegn heimsmeistaranum Tyron Woodley, Carlos Condit og Demian Maia sem vann sigur gegn Gunnari síðasta desember.Hann er ólseigur „Hann er ólseigur alls staðar. Mér finnst vera smá spassi í honum. Djöflagangur og það getur verið varasamt þegar svona góðir menn eru með djöflagang. Hann snýr sér og slær höndunum út í loftið. Er svolítið villtur,“ segir Gunnar en hann mun mæta tilbúinn í djöfulganginn. „Ég mun undirbúa mig vel fyrir það. Það er hægt að nýta sér þetta mjög vel til árása sjálfur og þetta getur líka verið erfitt ef maður er ekki viðbúinn og þessar árásir koma manni í opna skjöldu.“ Gunnar hefur aldrei haft þann sið að skora menn á hólm. Hann tekur því sem að honum kemur og kvartar aldrei. Fjölmargir andstæðingar hans hafa flúið af hólmi en Gunnar mætir alltaf. Hann er ánægður með að fá þennan bardaga. „Hann er fyrir ofan mig á styrkleikalistanum og það er frábært að fá svona andstæðing,“ segir Gunnar en Kim er, rétt eins og Gunnar, mikið í því að fara í gólfið með andstæðingum sínum. Býst Gunnar við því að Kom þori að fara í gólfið með honum?Vill líklega vera standandi „Mér finnst það ólíklegt. Ef hann vill fara í gólfið þá vill hann örugglega vera ofan á. Þá er spurning hvað hann ætlar sér þar. Ég hugsa að hann vilji frekar halda bardaganum standandi.“ Um leið og Gunnar fær andstæðing er hann eðlilega farinn að sjá fyrir sér hvernig bardaginn gæti orðið. „Ég sé fyrir mér að ég nái honum niður snemma eða hitti hann með höggi þegar hann er að djöflast eitthvað,“ segir Gunnar og geymir frekari pælingar þar til nær dregur bardaga. Eins og áður segir verður þessi veltivigtarbardagi aðalbardagi kvöldsins en það er mikill heiður fyrir Gunnar. Þetta er í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC en hann var það einnig er hann barðist við Rick Story í Stokkhólmi. Gunnar er fóstursonur Írlands og býst við góðum stuðningi.grafík/fréttablaðiðReynslan mun hjálpa „Það er alveg frábært að fá aðalbardagann. Ég hef verið mikið á Írlandi og hef komið til Belfast. Það er fínt að vera þar. Ég hlakka mikið til að berjast fyrir framan Írana aftur,“ segir Mjölnismaðurinn en aðalbardagi hvers kvölds er fimm lotur en ekki þrjár. Gunnar fór í fimm lotur með Story á sínum tíma. „Það mun klárlega hjálpa mér að hafa gengið í gegnum þetta áður og vita hvernig þetta er. Maður lærir mikið um þrautseigju og hvernig á að dreifa orkunni. Þetta er mikið spurning um þol.“ Gunnar kláraði Rússann Albert Tumenov í síðasta bardaga sínum og gerði það með stæl. Hann ætlar að haga undirbúningi sínum á svipaðan hátt núna. „Ég byrja á að undirbúa mig hér og fæ stráka að utan til mín sem munu hjálpa mér að æfa. Halda áfram með það prógramm sem við byrjuðum á fyrir síðasta bardaga. Það svínvirkaði.“Búinn að jafna sig af meiðslum Það áttu margir von á því að sjá Gunnar á bardagakvöldi Conors McGregor í Las Vegas á dögunum en það var ekki hægt þar sem Gunnar var meiddur. „Ég meiddi mig aðeins í hnénu. Teygði aðeins á innra liðbandinu. Þetta var sem betur fer smávægilegt og ég er byrjaður að æfa á fullu aftur eftir um mánaðarhvíld. Þetta var sem betur fer ekki alvarlegt,“ segir Gunnar en hann ætlaði að ná fjórum bardögum á árinu en nær væntanlega aðeins tveimur. „Ég hef sagt það áður að ég er ömurlegur að plana og það kemur skýrt fram hér,“ segir Gunnar og glottir.
MMA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira