Haukur Ásberg Hilmarsson tryggði Haukum dramatískan 2-1 sigur á Leikni R. á Ásvöllum í 19. umferð Inkasso-deildarinnar í kvöld.
Alexander Helgason kom Haukum í 1-0 eftir hálftíma og þannig var staðan allt fram á 86. mínútu þegar Atli Arnarson jafnaði metin fyrir Leikni.
Haukar voru ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarkinu, tóku miðju og nokkrum sekúndum síðar lá boltinn í netinu eftir skot Hauks Ásbergs.
Þetta reyndist vera sigurmark leiksins og Haukar fögnuðu því sínum fimmta sigri í síðustu sjö leikjum.
Hafnfirðingar eru í 6. sæti deildarinnar með 26 stig, einu stigi minna og einu sæti neðar en Leiknismenn sem hafa aðeins fengið sjö stig í seinni umferðinni.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Dramatískur sigur Hauka

Tengdar fréttir

Pepsi-draumur Keflvíkinga nánast úr sögunni
Keflavík gerði enn eitt jafnteflið í Inkasso-deildinni þegar liðið sótti Hugin heim í kvöld.