Erlent

Stjórnarherinn segir vopnahléinu lokið

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir stjórnarhers Bashar al-Assad.
Meðlimir stjórnarhers Bashar al-Assad. Vísir/AFP
Stjórnarher Sýrlands hefur tilkynnt að vopnahléi þar í landi sé nú lokið. Þeir segja uppreisnarhópa ekki hafa staðið við skilmála hlésins og að þeir muni hefja sóknir sínar að nýju í dag. Herinn segir uppreisnarhópa hafa notað hléið til að vopnast og að þeir hafi brotið gegn því minnst 300 sinnum.

Þegar Bandaríkin og Rússland sömdu um hléið var því lýst sem „síðasta tækifæri Sýrlands“ til að öðlast frið.

Báðar fylkingar hafa sakað hvora aðra um að brjóta gegn skilmálum hlésins. Samkvæmt Reuters hefur stjórnarherinn heitið því að halda baráttu sinni áfram tril að skapa „öryggi og stöðugleika“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×