Max Verstappen og Nico Rosberg fljótastir á æfingum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. september 2016 16:30 Max Verstappen hinn ungi var fljótur að finna taktinn á Marina Bay brautinni. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Marina Bay brautinni í Singapúr. Nico Rosberg á Mercedes varð fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Red Bull fann taktinn á hlykkjóttri brautinni. Verstappen var fljótastur á æfingunni og liðsfélagi hans, Daniel Ricciardo varð annar. Þriðji varð Sebastian Vettel á Ferrari, tæpri hálfri sekúndu á eftir Verstappen. Mercedes ökumennirnir röðuðu sér í fjórða og fimmta sæti á æfingunni. Rosberg hafnaði á varnarvegg á æfingunni og braut með því framvænginn undan bíl sínum. McLaren ætlar sér stóra hluti um helgina en Jenson Button byrjaði æfinguna á því að nema staðar á leið út á brautina. Eldsneytiskerfið í bíl hans bilaði. Hann endaði æfinguna í 16. sæti. Fernando Alonso endaði æfinguna í 11. sæti, sem er líklega raunverulegri niðurstaða fyrir McLaren um helgina.Rosberg mun ræsa af stað í sinn 200. Formúlu 1 kappakstur á sunnudag.Vísir/GettySeinni æfingin Rosberg varð fljótastur á seinni æfingunni. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari bílnum, rétt rúmum fjórðung úr sekúndu á eftir Rosberg. Red Bull náði þriðja og fjórða besta tímanum á æfingunni og aftur var Verstappen á undan liðsfélaga sínum, Ricciardo. Ricciardo snérist á brautinni í beygju 11. Glussaleki gerði vart við sig í Mercedes bíl Hamilton sem batt snemmbúinn enda á æfinguna hjá honum. Hamilton endaði sjöundi á æfingunni. Tímatakan á morgun ætti að verða spennandi með tilliti til þess sem gerðist á æfingum í dag. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo á Stöð 2 Sport 3 klukkan 11:30 á sunnudag.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45 McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15 Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30 Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Alonso: Stoffel Vandoorne mun leiða McLaren inn í framtíðina Fernando Alonso segir að ungstirnið Stoffel Vandoorne muni leiða McLaren liðið inn í framtíðina. Alonso segir einnig að hann og Jenson Button muni gera allt til að aðstoða Belgann. 9. september 2016 15:45
McLaren bindur miklar vonir við Singapúr kappaksturinn McLaren liðið í Formúlu 1 telur að Singapúr kappaksturinn sem fram fer næstu helgi, sé þeirra tækifæri til að sýna hvað í bílnum býr. 13. september 2016 16:15
Jenson Button spáir Hamilton heimsmeistaratitlinum Jenson Button, ökumaður McLaren liðsins spáir fyrrum liðsfélaga sínum og ríkjandi heimsmeistara Lewis Hamilton heimsmeistaratitli ökumanna í ár. 11. september 2016 16:30
Mercedes vonast eftir betri keppni í Singapúr Mercedes liðið í Formúlu 1 telur sig hafa fundið útskýringu slakrar frammistöðu í Singapúr á síðasta ári. Þá voru báðir ökumenn liðsins rúmri sekúndu frá ráspól í tímatöku. 15. september 2016 20:15