Erlendur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn Ásdísi og börnum hennar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2016 17:54 Ásdís Hrönn Viðarsdóttir Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59
Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum